Prestafélagsritið - 01.01.1933, Síða 182
Prestafélagsjitið.
íslenzkar bækur.
175
hvaða niðurstöður rannsóknir þessar hafi flutt oss. Og þar kann-
ast höfundurinn frómlega við, að niðurstöður séu enn ekki
fengnar. Rannsóknirnar standi enn yfir með fullum krafti og
enn hafi hvergi nærri verið unnið til fulls úr heimildunum. —
F.n hér skal ekki farið frekar út i þessi efni, enda leyfir rúm-
ið það ekki. Það skal þó tekið fram, að ég fæ ekki betur séð en
að höfundinum hafi alls yfir tekist prýðilega að koma miklu efni
°g oft óþjáiu haganlega fyrir og að öll meðferð efnisins sé hon-
uni til sóma. Stíll höfundarins er viða leikandi lipur og sum-
lr kaflar ritsins blátt áfram stórskemtilegir aflestrar. Og sá fróð-
leikur, sem þar er fluttur, er flestum islenzkum lesendum alveg
nýr og áður óþektur. —
Þegar ég fyrst tók mér í hönd bók þessa alveg nýkomna úr
ói'entsmiðjunni, varð ég hálfgramur yfir, að hér væri verið að
hosta jafn miklu og hér væri gert til útgáfu rits, er fjallaði um
efni, er lægi jafn fjarri flestum mönnum og „kanóns- og texta-
Saga“. Mér lá við að segja eins og vinur minn látinn, Þórhall-
Ur biskup, sagði einhverju sinni: „Eg sé eftir pappirnum“.
^n þvi betur, sem ég kyntist ritinu, þess hugfangnari varð ég
af efninu og þess vænna þótti mér um að hafa eignast á is-
'pnzku þæði handhægt rit og vel samið um jafn óþjált efni og
niér hefir reynzt það verða i höndum flestra sem um það hafa
mtað í þeim bókum, sem ég hefi handfjallað.
J. IJ.
Inngangsfræði Gamla-testamentisins. Eftir Asmund Guðmunds-
s°n, háskólaJcennara. — Reykjavík 1933.
í
engri grein guðfræðinnar hafa skoðanir manna umskapast
nieira við visindarannsóknir siðari tíma en í Gamla-testamentis
fræðuni. Svo má að orði kveða, að saga Gyðingaþjóðarinnar,
°g þá einkum trúarsagan, hafi verið gersamlega umsamin. Það,
sem menn höfðu haldið að væri elzt og frumlegast, lögmáls-
sfefnan, er í raun og veru síðara tímabil í þróunarsögu Gyð-
’ngatrúarinnar, tímabil, er tekur við af spámannastefnunni.
trúarsaga Gyðingaþjóðarinnar stendur, eftir þessar ranu-
sóknir, í miklu skýrara og eðlilegra Ijósi en áður var.
Undirstaða allra þessara visinda er rannsókn sjálfra rita
fhinila-testamentisins, samsetning þeirra, niðurskipun og gagn-
eýning, eða það, sem kallað hefir verið „Inngangsfræði“ Gamla-
estanientisins. Þessi fræðigrein myndar „innganginn“ að öll-
111,1 öðrum fræðum um Gamla-testamentið.
Varðar mest til allra orða
undirstaða sé réttlig fundin.