Prestafélagsritið - 01.01.1933, Page 184
Prestalélagsritið.
Erlendar bækur.
177
það, að hér er ekki farið flausturslega yfir skal ég nefna það,
að kafiinn um Mósebækuruar er næstum þvi 60 blaðsíður. Ein
vandasamasta ritgerðin, en um lcið að inínu viti ein sii hugð-
næmasta, er um Sálmana. Höf. hefir þar komið afarmiklu efni
fyrir á 12 blaðsiðum. Um sum spámannaritin er einnig afbragðs-
vel ritað.
Loks er svo siðasti kafli bókarinnar: „Saga ritsafnsins,
„Kanónssaga“ Gamla-testamentisins, bls. 286—299. Er sama um
þennan kafla að segja eins og kaflann um textasöguna, að hér
er heilli fræðigrein gerð skil á örfáum blaðsíðum, aðeins til
yfirlits, en nægir þó til þess, að gefa lesandanum alla ntegin-
drætti sögunnar.
Loks er svo registur, sem eykur gildi bókarinnar stórlega
fyrir hvern þann, sem vill nota hana fram yfir venjulegan yfir-
Iestur.
Ég á bágt með að trúa öðru, en að athugull, áhugasamur og
greindur lesandi verði æðimikið fróðari um Gamla-testamentið,
við það að lesa þessa bók. Þessi volduga trúarsaga, undirstaða
og aðdragandi vorrar eigin trúar, verður margfalt ljósari og
eðlilegri, ef biblíulesandinn tekur sér þessa bók í hönd, og
fylgir leiðsögu hennar við lesturinn. Þykist ég viss um, að
margur fróðleiksfús og alvörugefinn maður, sem ekki hefir áð-
ur átt kost á slíkri leiðsögu, fái sér Inngangsfræði þessa, og
sjái nýja heima opnast við lestur hennar.
Höf. hefir unnið ágætt verk, þar sem þessi yfirlitsglögga og
þaulhugsaða bók er. Væri nú óskandi, að hann gæti lokið upp
næstu dyrum til rétts skilnings á Gamla-testamentinu, með því
að rita og gefa út trúarsögu ísraels. Hún er í raun og veru
alveg nauðsynlegt framhald inngangsfræðinnar, enda tíðkast
talsvert, að sameina þessar fræðigreinar i sömu bók, eins og
höf. vikur að i formála. Ég teldi lang heppilegast, að sami mað-
Ur ynni bæði verkin, og „Inngangsfræði“ þessi sýnir, að Ás-
mundi Guðmundssyni er vel trúandi til þess að leysa þetta
vandasama verk ágætlega af hendi.
Magnús Jónsson.
ERLENDAR BÆKUR
sendar til umsagnar.
Sænskar bækur.
Gustaf' Aulén: Herdabrev till Strangnas Stift. Lundi 1933.
Á næstliðnum vetri var hinn stórlærði prófessor við háskól-
12