Prestafélagsritið - 01.01.1933, Síða 186
Prestafélagsritið.
Erlendar bækur.
179
konnn og hvernig úr þeim greiðist, þegar réttilega séu atliug-
aðar allar aðstæður. Þarf ekki að efa, að öll meðferð hans á
þessu efni er meistaraleg og sýnir hvorttveggja í senn djúp-
færan skilning á efninu og víðfeðmi anda þess, er þar talar
Hér er þvi miður ekki rúm til að gera nánari grein fyrir því
ijósi, sem höfundurinn bregður upp yfir þessum vandafnálum.
En höfundurinn heldur því ótvírætt fram, að eina örugga leið-
in út úr „kreppunni“ sé fastheldni við það, er frá öndverðu
hafi verið kjarni og stjarna kristindómsins — og á öllum tim-
um hafi verið meginsérkenni sannarlegs kristindóms.
í siðari hlutanum gerir höf. grein fyrir nokkurum megin-
atriðum varðandi hið kirkjulega starf. Hann byrjar á því að
minna á starf prestsins sem þjónustu-starf. Vér prestar séum
ekki kailaðir til að drotna yfir söfnuðunum heldur til að „vera
samverkamenn að gleði þeirra“ (2. Kor. 1,24). Síðan snýr höf.
sér að guðsþjónustulífinu eins og það þróisl fyrir prédikun
orðsins og nái hæsta stigi sinu i kveldmáltíðar sakramentinu,
og minnist i því sambandi einnig á þýðingu helgisiðanna og
kirkjusöngsins. Því næst talar hann um hina kirkjulegu starf-
semi, hve mikilvæg hún sé og lýkur máli sínu með því að hvetja
Hl kristilegrar eindrægni, sem aftur sé skilyrði alls kristilegs
samfélags „— allrar aiulans einingar“, sem grundvallist á
trúnni, sé af trúnni runnin og lifi i trúnni.
Þessi mjög ófullkomna greinargerð mín fyrir innihaldi hirð-
isbréfs þessa, ætti þó að geta sýnt oss, að í bréfi þessu er víða
komið við og margt af þvi að læra fyrir þann, er æskir skýr-
ingar á hinu kirkjulega ástandi vorra tíma, hvernig það sé
tilkomið og hvar leiðin sé út úr því. Höfundurinn gengur þess
sízt dulinn, að tímarnir, sem nú standa yfir, séu erfiðir, -
sannnefndir krepputimar einnig í andlegu tilliti. En alt að einu
sé engin ástæða til að örvænta, heldur eigi hið núverandi á-
stand að vera oss þess meiri hvöt til þess „að ganga með
djörfung að hásæti náðarinnar, til þess að vér öðlumst misk-
unn og hljótum náð til hjálpar á hagkvæmum tíma“.
Aftan við bréf sitt hefir Aulén biskup látið prenta „helgi-
8öngusálm“ og nótnalag við hann, hvorttveggja eflir hann
sjálfan og notað við vigslu hans í Uppsaladómkirkjunni 14.
maí i vor.
Sálmurinn hljóðar svo í lauslegri ísienzkri þýðingu:
12*