Prestafélagsritið - 01.01.1933, Page 190
t’restafélagsritiö.
Erlendar bækur.
183
ar kaflinn er um „messuna“, þ. e. um fyrirkomulag guðsþjón-
ustunnar og um cinstaka liði hennar. Og þriðji kaflinn um
liða-sönginn (þ. e. á hinum kirkjulegu bænastundum utan guðs-
þjónustunnar).
Tilgangur höfundarins með riti sínu er sá, að veita mönnum
fyllri skilning á guðsþjónustulifinu innan kirkjunnar, eins og
það mótaðist við siðaskiftin og verður grandvöllur guðsþjón-
ustulifsins fram á vora daga. Því að þóll mörgu hafi verið
breytt, þá liefir grundvallarhugsunin í öllum höfuðdráttum
verið hin sama. Á vorum tímum er það ósk inargra, að nálgast
aftur hið gamla fyrirkomulag á guðsþjónustunni. Svíar eru þar
komnir lengst, Norðmenn færasl heldur í áttina, en Danir eru
öllu ihaldssamari. Hjá oss bólar á þessari stefnu, og er það
meðal annars tilgangur handbókar-endurskoðunarinnar, sem
nú stendur yfir, og nú er jafnvel að mestu lokið, að taka aftur
upp sumt af því, sem felt hefir verið niður á liðnum öldum,
°g álítasi verður gagnlegt til þess að gera guðsþjónustur vor-
ar hátiðlegri og rikari að lilbeiðslu. — En þar sem vér því
slöndum að nokkru leyti á timamótum hvað snertir fyrirkomu-
•ag líðaflutnings á helgum döguni o. s. frv., ætti ekki sizt prest-
um að vera forvitni á að kynnast jafngóðu og fræðandi riti
°g þessari bók S. Widdings prests, sem ég með linum þessuin
befi viljnð vekja athygli á, því að svo vel er til hennar vandað í
öllu, að hún á það fyllilega skilið, að henni sé gaurnur gefinn.
J. H.
„Dansk Kirkeliv medens Tiderne skifter". Redigeret af Johs.
Nordentóft. — G. E. C. Gads Forlag. Köbenhavn 1932.
Það er mér jafnan tilhlökkunarefni, að fá nýjan árgang þessa
ágæta ársrits dönsku kirkjunnar. Það hefir frá upphafi flutt
mörg ágæt erindi um tímabær efni, og nuk þess margvíslegan
fróðleik um kirkjulíf Dana.
Skat Hoffmeyer, stiftprófastur, birtir i þessum árgangi grein,
e>" hann nefnir: „Vi gaar videre, med vore to store Tanker“.
Gjörir hann þar, í stuttu og skýru máli, grein fyrir gildi þvi,
er kenning kirkjunnar um holdtekju Ivrists og friðþægingu
hafi einnig fyrir nútiðarmanninn. — Þrjár eftirtektarverðar
ritgjörðir nefnast: „Barnets Religion“. — „En ung Mands
Krisentdom“. — „De Gamles Religiösitet“. — Greinar eru þar
um „Brödremenighedens Betydning for dansk Menighedsliv"
°g „Personlige Erindringer om Biskop Monrad“, o. fl. — Þá
Hytur ritið, eins og að undanförnu, góðar minningargreinar um
merka menn kirkjunnar og ágætar myndir af þeim. Af þeim