Prestafélagsritið - 01.01.1933, Side 195
188
Löggjöf.
Prestafélagsritiö.
þar samankominn. Kl. 3 síðdegis voru allir biskuparnir í boði
hjá sóknarprestinum í Nádendal, en þangað var auk bisk-
upanna kominn Svinhufud forseti og frú hans. En eftir þá heim-
sókn var skotið á lokafundi kl. 5 og siðasta málið á dagskrá
fundarins tekið til umræðu, en það var um undirbúnings-
mentun prestsefna innan Norðurlandakirknanna. Gerði einn
biskup frá hverju laudi grein fyrir, hvernig henni væri háttað
hjá sér. Flestum kom saman um, að hebresku-lesturinn mætti
vel missa sig úr guðfræðináminu. Aftur væri brýnasta þörf á,
að meiri áherzla en tíðkast hefði væri lögð á hinn verklega und-
irbúning presta undir starf þeirra, t. d. með því að sjá presta-
efnum fyrir uppihaldi að sumrinu til á góðum prestsheimilum,
þar sem þeir fengju tækifæri til að taka þátt i safnaðarstarfsem-
inni með leiðsögn hlutaðeigandi prests. Eftir kveldverð var
skotið á skilnaðarfundi, er lauk með bænagjörð, sem Ostenfeld
Sjálandsbiskup flutti.
Mánudagsmorgun 29. ágúst var lagt á stað frá Nádendal i
tveggja daga hringferð á 9 bilum til þess að kynnast landinu.
Var fyrri daginn haldið norður til Tannnerfors, með viðdvöl
á ýmsum stöðum til hressingar, og síðari daginn var haldið suð-
ur á leið til Borgá og þaðan um kveldið til llelsingfors. Ilöfð-
um vér þá ekið nálægt 550 rasta veg og var ekki laust við, að
sumir kendu þreytu er þangað kom, enda þó vegirnir væru yf-
irleitt góðir og bílarnir ekki síður.
í Borgádómkirkju var haldin skilnaðarguðsþjónusta, þar seni
Eidem erkibiskup prédikaði, en áður höfðum vér athugað ým-
islegt af því, sem markverðast er talið þar í bænum (t. a. m-
legstað Runebergs og heimili hans) og snætt miðdegisverð á
heimili von Bonsdorfís, biskups sænsku safnaðanna á Finnlandi.
Miðvikudag 30. ág. var frá Helsingfors haldið með járnbrautar-
lestinni til Hangö, en þar var stigið á skipsfjöl.
Alls yfir var þessi 5. norræni biskupafundur liinn ánægju- og
uppbyggilegasti og dvölin þar i landi hin skemtilegasta, enda
ekkert til sparað af Finna hálfu til þess að hún mætti verða oss
sem indælust og um leið minnisstæðust. —
Dr. J. II.
LÖGGJÖF.
Lög um lœkriishéraða og prestakallasjóði voru samþykt á Al-
þingi 3. júní 1933, en öðlast gildi 1. jan. 1934. Greinin uni
prestakallasjóði (5. gr.) hljóðar svo: