Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Page 36

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Page 36
34 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ okkur svo mikið um lífríkið í sjónum að það má leiða að því getum að gengið hafi verið svo á stofnana með- fram norðurströnd Frakklands, að um fiskiþurrð hafi verið að ræða. Hver sem skýringin kann að verða í sagnfræðinni er það víst, að þegar fram liðu stundir varð útgerð á miðin umhverfis þessar tvær eyjar í Norð- urhöfum meginuppistaða atvinnu- veganna á norðurströnd Frakklands, frá Normandí til Bretagne. Af ýms- um frásögnum má ráða að sjó- mennska við íslandsstrendur var orðin markviss atvinnuvegur um miðja 16. öld. Með árunum efldist hún jafnt og þétt og náði hámarki á síðari hluta aldarinnar sem leið. Um 1880 voru hvorki meira né minna en um fimm þúsund franskir sjómenn árvissir gestir í fjörðunum fyrir aust- an og vestan að afla sér vatns og vista. Það gefur auga leið að iðnaður blómstraði umhverfis svo mikla út- gerð. Skútur þurfti að smíða, rifa segl, sníða og sauma fatnað og útbúa matarbirgðir sem lengi áttu að end- ast. Allt skapaði þetta atvinnu ótal manna í heimalandinu, sem aldrei upplifðu þá ögrun að sigla á ís- landsmið, en vissu þó af návist þeirra. Siglingasaga Frakka til Islands er látlaus harmsaga einstaklinga. Það er saga sjóslysa, sjúkdóma, vosbúðar og hörmunga, en jafnframt saga mik- illar karlmennsku og æðruleysis, líkt og saga allra þeirra sem sóttu sjóinn frá íslandi. Saga íslenzka sjómanns- ins er þó nokkuð á aðra lund, því þótt hafið umhverfis landið hafi í aldraðir heimt marga landa okkar í greip sér og vosbúð einatt verið mikil, þurftu íslenzkir sjómenn aldrei að dvelja víðsfjarri átthögum sínum 7 mánuði ársins til þess að sjá fjölskyldu sinni farborða. Frönsku sjómennirnir lögðu í haf á seglskútum með 20-24 manna áhöfn í byrjun febrúar í áttina til íslands, þar sem allra veðra er von. Þeir fylgdu þorskinum á göngu hans á úthafinu frá Vestmannaeyjum og norður fyrir land. Flotinn skiptist í tvennt; - annar hluti sigldi austur fyrir land, og hinn á vesturmið. Sjó- mennirnir stóðu á dekki við þrot- lausa vinnu á 12 tíma vöktum fram í miðjan ágúst og komu aldrei inn á firði, nema brýn nauðsyn krefði, - samkvæmt tilskipan útgerðarmanna og franskra yfirvalda. Tveir menn voru um koju, að fleygja sér í til skiptis, sjóblautir og örmagna, og urðu þá oft að tvímenna með fársjúk- um félaga, sem ekki gat staðið í fæt- urna og gengið til vinnu. Hreinlætis- aðstaða var engin og alls kyns smit- sjúkdómar, svo sem taugaveiki, með þeim kvöðum sem henni fylgja, dag- leg reynsla. Til þess að menn mættu standa af sér líkamlegt og andlegt álag var áfengi einatt úthlutað svo ríkulega, að áfengissýki bættist ofan á annað böl. Engu að síður voru þeir oftast í meirihluta sem héldu lífi og snéru heirn, með þau örlög í farangri sínum að leggja á djúpið á ný að nokkrum mánuðum liðnum. Hver má hafa verið orsök þess að til svo mikils var að vinna? A liðnum öldum var mikið spurt eftir fiski í Evrópu, ekki síður en nú, en fors- endur þó ólíkar. Kaþólsk trú hélt þá enn við þann sið að fiskur skyldi vera á borðum á föstudögum. Auk venju- legs markaðs áttu Frakkar og fleiri þjóðir fyrir stórum herjum að sjá, þar sem fylgja varð settum reglum um fiskmeti einu sinni í viku. Markaðs- óskir voru því mun eindregnari en nú tíðkast. Útgerðarmenn og sjómenn fóru fyrir vikið snemma að sérhæfa sig í verkun á þorski af íslandsmiðum fyrir hinar ýmsu stéttir þjóðfélag- anna. Þorskurinn var útbúinn til sölu í tveim gæðaflokkum. Þessir flokkar voru háðir gæðum saltsins, sem átti að varðveita fiskinn um langan veg, - og að sjálfsögðu hæfni þess sem bar þá ábyrgð að salta hann rétt. Á markaðstorgum víða í Evrópu eign- aðist „sá guli“ af íslandsmiðum þannig virðingarheitið „hvíti þorsk- urinn“ („La Morue Blanche“), enda hjúpaður í snjakahvítt og dýrt salt frá eyjunni Ibiza í Miðjarðarhafi. Hvíti þorskurinn átti greiða leið á borð höfðingja, efnamanna og tiginborins fólks og þótti mikið ljúfmeti. Á borð- um hermanna og alþýðu var aftur á móti óæðri tegund, „bleiki þorskur- inn“ svonefndi („La Morue Rose“). Hann og þeir sem hann tilreiddu urðu að sætta sig við mun lakari varð- veizlulögmál, í ódýru salti frá Port- úgal. í námunum þar sem það er unnið, slær á saltið bleikri slikju. Þegar á markaðinn kom, var „bleiki þorskurinn“ móbrúnn og doppóttur, síðri að gæðum, en í vefi örlaganna nærri litbrigðum sínum í sjónum. Gamlir íslenzkir sjómenn, sem lengi hafa manna bezt vitað að lífið er salt- fiskur, muna vel þetta ódýra, blakka salt, frá þeim árum að Islendingar létu sig hafa það fremur en ekkert. Þeir minnast þá jafnan tímanna tvennra. Á öllum þeim stöðum sem franskir sjómenn komu í land á íslandi eru til af þeim sögur. Minnismerki þeirra, grafreitina, má finna fyrir austan, vestan og sunnan. Langar og litríkar sögur um þá lifa í minni manna. Aldrei hef ég heyrt neikvætt orð um franska sjómenn sem hér stigu á land í íslenzkum munni. Þeir komu lands- mönnum stundum sérkennilega fyrir sjónir þar sem þeir sáust hlaupa upp fjallshlíðar að tína upp í sig fíflablöð, skarfakál og blóðberg. Eins og dýr merkurinnar vissu þessir menn af eðlisávísun hvar átti að bera niður til að sigrast á vítamínskorti og skyr- bjúg. Þeir voru oft glaðklakkalegir og gerðu að gamni sínu þegar þeir hittu settlegt fólk, sem hafði haft báða fætur á jörðu meðan þeir, í ann- arlegri birtu norðursins, höfðu vik- um og jafnvel mánuðum saman haft ótrygga ölduna undir fótum. Þar sér hver sjálfan sig, að maður er manns gaman, ekki sízt eftir langar einveru- stundir. Öllum ber saman um að þeir hafi verið einstaklega barngóðir og aldrei sett sig úr færi um að víkja góðu að ungviðinu, m.a. pompóla- brauði, sem þeir drógu ylvolgt undan peysunni sinni. Það mun hafa verið svo ljúffengt, að þeir sem seinna hafa fengið að njóta gómsætustu rétta nú- tímans hafa aldrei bragðað annað eins. Það sætir því nokkurri furðu, að það skyldi síast inn í íslenzka rauð- kolla að Fransmenn sæktust eftir þeim til beitu. Skyldi ekki grýta hins óþekkta hafa komizt þar á kreik með öðrum þjóðsögum í landinu? Víst er að þeir, sem komu ár eftir ár stofn- uðu hér til ævivináttu. Margir íslend- ingar lærðu lýtalausa frönsku vegna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.