Eimreiðin - 01.04.1931, Page 22
126
LISTSKOPUN 00 KENDAMORK
eimreiðin
getur listin aldrei gefið nema einstaka lausn: En í hinu ein-
staka má sjá hið almenna. Vísindin aftur á móti gefa almenn-
ar reglur og lausnir. En í því almenna má sjá hið einstaka.
Persónuleiki vor og tilfinningar eiga Htið sem ekkert rúm í
vísindum. Þau eru ópersónuleg. En í listinni er þetta öfugt.
Persónuleiki vor og tilfinningar skipa þar öndvegið.
II.
Nú höfum vér séð sérstöðu þá, sem tilfinningarnar hafa t
uppfundningum listamannsins. Liggur þá næst fyrir að snúa
sér að sjálfum listamanninum og reyna að komast eftir, t
hverju gáfa hans sé fólgin. Hyggja margir fagurfræðingar, að
helztu einkenni hennar séu þessi:
1. Listamaðurinn er tilfinninganæmari en menn alment.
2. Hann hefur auðugt ímyndunarafl, sem vinnur úr kendunt
hans, skipar þeim í aðra röð, myndar úr þeim ný kerfi.
3. Hann hefur sérstaka kunnáttu og leikni til að láta í Ijós
hugsanir sínar og tilfinningar, eftir reglum þeim og lög-
málum, sem hver sérstök listagrein hlítir.
Athugum nánar fyrsta einkenni listamannsins, tilfinninga-
næmi hans. Því hefur oft verið haldið fram, að listamaðurinn *
þyrfti ekki að vera tilfinninganæmari en margir þeir, sem
engri listgáfu væru gæddir. Listgáfan væri að eins fólgin í
leikni hans og getu, að láta í ljós tilfinningar sínar. Margir,
sem enga list iðka, eru þó mjög tilfinninganæmir: léttlyndir
og bjartsýnir þegar sólin skín, daprir og þunglyndir, þegar
dimt er yfir. Þeir sýna einlæga hluttekningu í kjörum annara,
þjást með þeim og njóta, o. s. frv. Hinsvegar virðast margir
listamenn fremur kaldlyndir og fáskiftnir um hlutskifti náung-
ans og langt frá því að vera eins og stilt harpa, sem ómar
sjálfkrafa við minsta lofttitring.
Það, sem kenning þessi sannar og hefur til brunns að bera,
er að eins það, að tilfinninganæmin er ekki hið eina og full-
nægjandi skilyrði fyrir listgáfunni, en hún afsannar ekki, að
tilfinninganæmi sé nauðsynlegt skilyrði fyrir henni. Hugar-
ástand listamannsins, þegar hann skapaði verkið, listaverkið
sjálft og það hugarástand, sem það vekur hjá öðrum, hljóta
að vera tengd hvert við annað einhverjum sálfræðilegum og