Eimreiðin - 01.04.1931, Page 24
128
LISTSKÖPUN OQ KENDAMÖRK
eimreiðiN
lífsþarfir. Listamaðurinn er náftúrlega næmastur fyrir fegurðar-
tilfinningunum. Það, sem gefur listamanninum ró, er það, að
hann horfir á hlutina frá vissu sjónarmiði, nýtur þeirra list-
rænt. En að njóta fegurðar eplis, t. d., er alt annað en að
neyta þess. Þess vegna má í öðru lagi fullyrða, að auk þess,
að hann lifir meira í tilfinninga- og draumaheiminum en menn
alment, þá sé hann líka tilfinninganæmur á sérstakan hátt.
Til eru mörg sjónarmið á hlutum og atburðum. Siðfræðing-
urinn sér að eins hið vonda og góða. Hann vegur alt á mæli-
vog mannúðar og siðgæðis. Hinn hagsýni peningamaður sér
alstaðar gagnlega og ógagnlega hluti, verðmæti þeirra í pen-
ingum o. s. frv. Er vér látum hrífast af fegurð, höfum vér
einnig á heiminum sérstakt viðhorf, sem er annað en hið
siðlega, hið gagnlega o. s. frv. Listamaðurinn lítur því oftast
á heiminn frá öðru sjónarmiði en menn alment gera. Hann
sér alt í gegnum list sína. Hann spyr: Er þetta nothæft, er
hægt að breyta þessu í listaverk? Hann drekkur vín, en ekki
að eins fyrir nautnina, eins og venjulegur drykkjumaður, held-
ur fær hann þar oft nýja lífsreynzlu, nýjar stemningar og til-
finningar, sem geta orðið honum efni í listaverk. Hann er
sérstaklega næmur fyrir öllu .því, sem hann gæti breytt í lista-
verk. Þetta val, þetta frumlega viðhorf listamannsins á heim-
inum, er undirstaðan undir listastarfsemi hans. Hann er, eins
og G. Séailles kemst að orði, frumlegur, áður en hann eigin-
lega hefur skapað nokkuð. Hið fagurfræðilega viðhorf lista-
mannsins á heiminum er auðvitað ekki hið sama fyrir allar
listir. Málarinn sér fagurt sólarlag eins og málverk; við sömu
sýn vaknar ljóðræn stemning í huga skáldsins.
III.
í síðasta kaflanum höfum vér stuttlega drepið á það helzta
sem einkennir listamanninn, sem og viðhorf hans gagnvart
heiminum. Athugum vér nú í þessum kafla hlutverk tilfinning-
anna á meðan hann skapar listaverkið.
Allmörg listaverk, einkum Ijóðræn kvæði, eru »innblásin«,
þ. e. gerð eða ort án undirbúnings. Tilfinning og hugsun
skáldsins hefur undireins tekið búning og form á leyndar-
dómsfullan og óskiljanlegan hátt. Skáldið sjálft er óvitandi um,