Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1931, Page 48

Eimreiðin - 01.04.1931, Page 48
152 DR. ]EAN CHARCOT eimreiðin sjálfur ensku, en hann hélt einnig fræðandi og skemtandi fyrirlestra,1) og varð þetta til að auka ást og virðingu þá, sem sjómennirnir báru til hans. En aldrei heyrðist heldur mögl eða óánægja meðal skipverja, hversu erfið sem vinna þeirra var eða langur vinnutíminn. Ræða sú, sem dr. Charcot hélt yfir þeim, er skipið lagði út frá Ushuaia er gott sýnis- horn af lægni hans til að snerta hina réttu strengi í brjósti ungra manna: »Drengir mínir, ég ætla að láta ykkur vita, að héðan í frá er það bleyðiskapur, ef þið hegðið ykkur illar því að það er ekki á mínu valdi að hegna ykkur, ég get ekki látið ykkur í járn, því þau eru ekki til um borð, og skipshöfnin er líka of fámenn til að leyfa það. Eg get ekki svift ykkur víninu, því heilsu ykkar vegna þurfið þið þess með, ég get ekki dregið af kaupinu ykkar, því ég veit vel, að ykkur stendur það á sama. Eg reiði mig á samvizkusemi ykkar og veit, að þið munuð gera skyldu ykkar, sumpart vegna þess, að ykkur þykir dálítið vænt um mig, en aðallega vegna þess hlutverks, er ykkur hefur verið trúað fyrir, og af því, að þið gleymið aldrei, að þið hafið í höndum ykkar heiður ætt- jarðarinnar“. Þetta dugði allan tímann. Dr. Charcot festi upp í lestinni stundatöflu, þar sem sagt var, hvað hver háseti átti að starfa allan daginn, einnig heilbrigðisreglur, og var þessum fyrir- skipunum nákvæmlega fylgt allan veturinn. — Charcot lét sig alt skifta, heilbrigði sálar og líkama, fatnað og fæði, vinnu og skemtanir. Hann gekk á undan öllum með góðu eftirdæmi, hann vann að vísindalegum athugunum úti, þó að væri 38 stiga frost, en hann fór einnig með mönnum sínum í skíða- og sleðaferðir niður brattar hlíðar, sem veitti þeim góða og holla skemtun. Maður eins og dr. Charcot getur gert lífið tilbreytingasamt og skemtilegt, jafnvel hjá heimsskautunum, 1) Dr. Charcot er ágætur fyrirlesari og heldur iðulega fyrirlestra > París. Er þá oft harðsótt að komast inn. Þegar ég var í París 1 fyrra vetur, fór ég að hlusta á hann tala um ]ules Verne, og varð dr. Charcot sjálfur að koma út í dyrnar til þess að hjálpa mér að komast inn. En úti fyrir stóðu mörg hundruð manns, sem æptu: Vive Charcot! — en komust samt ekki inn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.