Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1931, Side 50

Eimreiðin - 01.04.1931, Side 50
154 DR. ]EAN CHARCOT eimreiðiN Þótt ekki sé hægt að segja, að siglingin gengi vel — því að vélin gat aldrei gengið meira en hálfan sólarhring í einu —» þá var dr. Charcot samt ánægður, því að þeir námu ný lönd, og 15. janúar sigldu þeir fram með hárri fjallaströnd, sem Charcot nefndi „Terre Loubet“ eftir forseta Frakklands. En þá rakst skipið á sker og brotnaði svo, að það mátti kalla kraftaverk, að þeir skyldu geta komist alla leið aftur til Argentínu. Eftir hálfs mánaðar siglingu, er alt af þurfti að dæla vatninu úr lestinni og enginn fór úr fötum, komust þeir inn í vík, þar sem hægt var að ditta svo að skipinu, að ekki var beinlínis glæfraför að snúa heimleiðis. En samt urðu þeir sí og æ að dæla, þangað til 4. marz, að þeir stigu á land í smábænum Puerto-Madryn í Patagoníu. Þar stóð skipið við í viku til þess að Ieiðangursmennirnir gætu hvílt sig og skipið yrði hreinsað. I Buenos-Aires var Charcot tekið með miklum virktum, og stjórnin í Argentínu bauðst til að kaupa „Frangais“. Þáði Charcot boðið, en hann og menn hans fóru heim á farþega- skipi og höfðu með sér 75 stóra kassa með vísindalegum handritum og náttúrugripum, sem eru geymd á náttúrugripa- safninu í París (Museum). Alls hafði „Frangais“ kannað um 1000 km. strandlengju af áður óþektum löndum. — Það vaef> auðvitað gaman að þýða nokkur sýnishorn úr dagbókum dr. Charcots, en því miður leyfir rúmið það ekki. Hann spyr oft sjálfan sig, af hverju stafi hið mikla aðdráttarafl heimsskauta- landanna, sem veldur því, að allir erfiðleikar og þrautir, líkam- legar og andlegar, gleymast jafnskjótt og heim er komið- Þykir mér sennilegast að svarið ætti að vera það, að í auðn og einveru heimsskautalandanna finnist honum sálin ekki eins »feld við foldu* og ella, og eigi því hægra með að lyfta sér til æðri heima. Dr. Charcot var heldur ekki búinn að vera lengi heima, áður en hann á ný tók að hugsa til heimsskautsferða. Hann gerði sjálfur uppdrætti að skipi, sem að allra kunnugra dómi er fyrirmynd vísindalegs rannsóknarskips, og þegar það var fullgert nefndi hann það „Pourquoi pas?“ (Hvers vegna ekki?)- í nafninu felst bæði efi og von, en Charcot ætlar sér einum efann og yfirbugar hann með því að segja við sjálfan sig:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.