Eimreiðin - 01.04.1931, Qupperneq 68
172
RAUÐA DANZMÆRIN
eimreiðiN
Danzmeynni varð auðsýnilega hverft við þessi rök, en hún
náði sér fljótt aftur og svaraði fullum hálsi: >Eg er hvorhi
frönsk né þýzk, en frá hlutlausu landi. Þið ofsækið mig og
beitið mig rangindum. Eg endurtek það, að þið hagið ykkur
ekki eins og göfugum mönnum sæmir«. Og hún sneri sér að
Mornay með fyrirlitningu og bætti við í sárbeittum hæðnisróm:
»0, þessi maður er andstyggilegur!*
>Reynið að hafa hemil á yður, frú«, sagði Sempron sveitar-
foringi og hélt svo áfram:
»Ledoux kapteinn fékk yður skjöl, sem þér áttuð að koma
til eins af njósnurum okkar í Belgíu. Hvað gerðuð þér við
þau skjöl ?«
Mata Hari steinþagði.
Forseti ítrekaði spurningu sína: >Munið þér ekki hvað þér
gerðuð við skjölin, sem yður var trúað fyrir?«
>Nei« mælti hún loks tómlátlega.
Einn af meðlimum réttarins hefur sagt, að Mötu Hari muni
ekki til fulls hafa orðið ljós hætta sú, sem hún var stödd h
fyr en um leið og þetta einsatkvæðisorð var knúð fram af
vörum hennar. Ef hún hefði játað nokkru um, hvernig hún
kom skjölunum, mundi hún samstundis hafa flækst út í mót-
sagnir. Eina vörn hennar var að þykjast ekkert muna, og
var sú vörn þó harla ófullnægjandi.
»Njósnarinn, sem þér áttuð að afhenda skjölin, var tekinn
fastur í Bríissel af Þjóðverjum, og þrem vikum eftir að þér
fóruð frá París, var hann skotinn«, sagði dómsforseti.
Er hér var komið yfirheyrzlunni, munu dómararnir hafa
verið orðnir nokkurnveginn vissir um sekt Mötu Hari. Þeir
sáu, hve hikandi hún var orðin í svörum, en þrátt fyrir allar
tilraunir dómsforsetans og Mornays, var ómögulegt að fá hana
til að gefa skýlausa játningu. Loks tóku þeir að spyrja hana
um dvöl hennar í Madrid.
>Meðan þér dvölduð í Madrid, gistuð þér við hliðina á
herbergi yfirmanns þýzku njósnanna þar í borg«.
>Það er rétt«, viðurkendi Mata Hari.
»Þessi sendimaður frá Berlín heimsótti yður oft; var
ekki svo?«
»Það er líka rétt«.
Á