Eimreiðin - 01.01.1932, Page 102
90
KREUTZER-SÓNATAN
EIMREIÐIN
fylgdi henni alt af með augunum, og ég þurfti ekki annað
en að athuga hvernig hún bar sig til, þegar hún helti tei í
bolla, hvernig hún dillaði fætinum, eða hvernig hún bar te-
skeiðina upp að munninum og sötraði í sig teið, til þess að
ilskan bálaði upp í mér, eins og hér væri um glæpsamlegt
framferði að ræða.
Ég veitti því þá ekki eftirtekt, að þessi reglubundnu hat-
ursköst endurtókust með jöfnu bili þess, sem við vorum ást-
fangin hvort í öðru, sem við svo kölluðum. Að loknu hverju
slíku kærleikstímabili kom jafnaðarlega haturstímabil. Ef ástin
milli okkar hafði verið óvenjulega heit, varð hatrið á eftir
óvenjulega langvint, en styttra, ef ástin var með kaldara móti.
Hvorugt okkar skildi þá, að bæði hatrið og þessi ást okkar
var hvorttveggja ein og sama dýrslega hvötin, þó að hún lýsti
sér á tvennan og ólíkan hátt.
Það hefði verið óbærilegt fyrir okkur að lifa eins og við
gerðum, ef við hefðum skilið okkur sjálf til fulls, en það
gerðum við ekki. Þótt maður sé á villigötum, getur hann
bjargað sér frá örvæntingu meðan hann blekkir sjálfan sig
og sér ekki sína eigin villu. Hegninguna fær hann að vísu
ekki umflúið, en hann getur dregið sjálfan sig á tálar. Þetta
var einmitt það, sem við gerðum. Konan mín sökti sér niður
í allskonar störf, til þess að gleyma. Hún vann að heimilis'
störfum, sá um að íbúð okkar væri í lagi, hugsaði um klæðn-
að sinn og snyrtingu, um það að klæða börnin, hirða þau
og kenna þeim, — og ég sökti mér á sama hátt niður í em-
bættisstörf mín, en stundaði þess á milli veiðar og spilamensku
af kappi. Við vorum bæði störfum hlaðin, og fundum jafn-
framt bæði, að því meira sem við höfðum að gera, þeim mun
verri gátum við verið hvort í annars garð.
»Þú mátt vera fýld fyrir mér«, hugsaði ég stundum, »en nú
hefurðu verið með nöldur í alla nótt, og snemma í fyrramáliS
á ég að mæta á fundi*. — »Þér ferst*, var hún þá vön að
hugsa og jafnvel segja líka: »Ég og barnið höfum ekki sofnað
dúr í alla nótt fyrir þér«.
Allar þessar nýju kenningar um dáleiðslu, geðbilanir og
móðursýki eru ekkert annað en bull og það meira að segja
ómerkilegt og ósvífið bull. Charcot mundi auðvitað undir eins