Eimreiðin - 01.10.1936, Page 10
354
NORÐURLÖND
EimBE®,s
Hcr skal ei láta harðar hendnr skifta,
en hver skal fá sinn skerf af jarðar gæðum.
Hér rennur sama l)lóð í allra æðum,
og andinn sami skín í fólksins ræðum.
Pið voruð jafnan ung um andans heima,
og ennþá fyrirheitin björtu skína
um ykkar brár, — þið munuð manndóm sýníl
og menning, hvar sem lýðir ykkar sveima.
Af dáðum nýrra daga, göfgu starfi
og drengskap fornum magnist ykkar hróður!
Hver ykkar son, er elskar sína móður,
skal ætíð sanna, að hann sé drengur góður.
Og sameinuð og styrk þið skuluð standa,
þótt stormar tímans næði um ykkar vengi,
sem friðland menningar, í góðu gengi
og glædd af hinum sama frelsis-anda.
Sam-norrænn dagur er nú upp að rísa
úr alda-myrkri sundurlyndis-nætur.
Upp, fram til starfa, — rísum fljótt á fætur,
freistum að skilja vorar dýpstu rætur!
Jakob Jóh. Smári-