Eimreiðin - 01.10.1936, Page 18
I
ElMRElÐltf
Grasakonan.
Eftir Huldu-
Frá hversdagsönnum og hversdagsþrasi
hún hverfur um stund í jurtamó.
Þar ilmar úr sumargrænu grasi,
þar glitrar á blóm í laut og tó.
í móanna kyrð og lítillæti
þau lifa, grösin, sem geyma kraft
og auðlegð holla til lyfja og lita
og ljúfa angan og heilsusaft.
*
Og konan fagnar. A friðarstundu
hún frjáls má reika um sumarland.
I fjarlægð bærinn, með köll og kvaðir
og kröfur þúsund og reyk og brand.
Sem ung hún verður í annað sinni
og yndis nýtur við hlæ og hljóm,
til hiinins litur og skoðar skýin
og skygnist um, hvar sem spretta blóm.
Sér steypa gaukar og spóar spranga,
hin spaka köngurló vefur hratt,
og lóur syngjandi um laufbörð ganga,
og litlir söngfuglar spila glatt.
Og konan tínir af kappi grösin,
og kinnin roðnar við Ijúfa önn:
Að þessu húa skal barn og roskin,
þá byrgð er jörðin af isi og fönn.
Af skærleik þúsunda blíðra hlóma
skal hlika litur á garni og voð.
Og kraftur fegurstu fjallagrasa
skal færa mönnunum heilsuboð.
— Hve móðir jörð er af öllu auðug,
sem æskja börnin og þarfnast mest,
hve oft í bláinn of langt þau leita
og lita ei það, sem er næst og bezt.