Eimreiðin - 01.10.1936, Page 19
ElJ>REij)IN
GRASAKONAN
:í63
Og konan hugsar svo margt í mónum
um mannsins villu og böl og stríð:
í löndum úti er ennþá barist. —
Þú elskar friðinn, mín kæra hlíð.
Ó, hvenær rennur upp stóra stundin,
er stillist hatur um alla jörð?
Sjá börn mín heiminn úr rústum rísa
og ríki friðarins græða svörð?
Hún varpar öndu — og upp sig réttir
frá iðju kærri og teygar blæ,
sem þrunginn ilmi fer yfir móinn
og út að bláum og lygnum sæ.
í dag er fegursta sumarsæla
um sveit og voga, og himinn skær,
og allir fuglar um ástir syngja
og yndi dalanna, nær og fjær.
En við og við heyrist vængjaþytur:
A vegum háum fer gæs og álft
í verin fögru að fjallabaki,
þar frelsið lifir og ríkir sjálft.
Og grasakonan frá lyngi lítur
með löngun eftir þeim fleyga hóp,
sein, eins og hún, býr með ást að sínu,
en alheimsfaðirinn vængi skóp.
Já — vængi. Oft hún þess óskað hefur
í önnum sínum: að A'era fleyg.
— Nú er hún húin og ekki tefur,
en örskjótt hverfur af grasateig.
Þvi heima í bænum nú bíða störfin,
og börnin glöð henni koma mót.
Hún kveður frelsis og friðar stundu
og fögru hvammanna raunabót.