Eimreiðin - 01.10.1936, Page 51
eimreiðin
V ordraumurinn.
Ég stóð á hlaðinu, lítill og ljóshærður drengur,
°g langaði burt út í stóra og volduga heiminn.
fcað titraði ákaft í brjóstinu biðjandi strengur,
sem bað um svo margt . .. En ég var svo ungur og feiminn.
Ég stóð á hlaðinu og starði út í himinsins álfur,
svo stórhuga i óskum i götóttri peysunni minni.
í blámanum speglaðist veröld; ég vissi það sjálfur,
að vonirnar hlutu að rætast einhverju sinni.
°g flugurnar suðuðu, sólin glampaði á rúðum,
°g söngur fuglanna ómaði vestur í mýri.
En í baðstofunni var molla og mygla á súðum;
°g mollan er fjarlæg draumanna æfintýri.
Hún mamma var lasin, en stóð þó ennþá við strokkinn,
bún stundi af þreytu og raulaði eldgamla bögu.
En ég var barasta litli og ljóshærði hnokkinn,
sem langaði margt; — og ætlaði að skrifa mér sögu.
En hvað gat ég gert til að létta líf hennar mömmu,
sem var lúin og fátæk við störfin sín alla daga,
°g vitnaði stundum í baslið hjá afa og ömmu!
Ja> ætli það sé ekki löng og merkileg saga?
% stóð á hlaðinu og starði út i ókunna heiminn,
()g strengirnir ungu í hjartanu titrandi braga.
Hún mamma var lasin. En eg var svo ungur og feiminn
°g óskaði margt um vorsins heiðhláu daga.
Ólafur Jóh. Sigurðsson.