Eimreiðin - 01.10.1936, Qupperneq 61
EIMHEIÐIN
OSKJUFERÐ SUMARIÐ 1936
405
Uallsins fyrir austan. Þegar skriðan í'ellur í vatnið, myndast
ilóðbylgja mikil, sem kastast frá einu iandi til annars með
þungum nið. En sumstaðar þar, sem hún hefur gengið á land,
Sjósa upp hvítir gufustrókar, er vatnið hefur runnið ofan í
heitar holur við ströndina. Hestarnir reisa höfuðin, sperra
eyrun og stara þangað, sem gnýrinn heyrist. Svo leggja þeir
hollhúfur og varpa þungt öndinni. Okkur, sem hjá þeim eru,
verður fyrst fyrir að hugsa til félaga okkar, þeirra er á fjallið
gengu. Eru þeir óhultir, eða eru þeir í hættu staddir? Gat það
ekki einmitt verið svona hrun úr fjallinu, sem varð Þjóð-
verjunum tveimur að grandi? Sem betur fer er uggur okkar
Rð ástæðulausu. Innan lítillar stundar koma þau öll aftur heil
a húfi, stór-hrifin af hinu dýrðlega útsýni, er blasti við þeim
af hátindinum.
Nokkrir klukkutímar eru ekki alt af lengi að líða og sízt á
shkum stað í logni og sólskini. Við bindum upp á lausu hest-
unum og höldum til baka. í Suðurskörðum nemum við að-
eins staðar og lítum enn einu sinni yfir þennan stað. Svo
lokast Askja að baki okkar, með öll sín töfraundur. Hvort-
^veSgJa í senn fögur og ferleg. Undraland, svo að hvergi mun
íinnast líki hennar hér á landi, og þó víðar væri Ieitað.
Hestarnir eru orðnir svangir og heimfúsir og stíga greitt
yhr hraun og klungur. Snæfell gægist með jökulkrýndan
kollinn suður undan Þorvaldstindi. Svo hverfur það sjónum
°kkar von bráðar, þegar við þeysum slóðina okkar frá morgn-
'nuin niður að tjöldunum í Dyngjufjalladal. Það verður ekki
onkill timi til svefns eða hvíldar. Hestunum er gefið það
siðasta af heyinu, og þeir af okkur, sem ekki þurfa að vaka
yfir þeim, fleygja sér til svefns litla stund. Svo er risið upp
aftur að afhallandi miðnætti og búist til ferðar hið bráðasta.
hegar á nóttina líður, kemur sólin upp með hlýju og birtu.
Hestarnir eru svo heimfúsir, að við eigum fult í fangi með
að hafa hemil á þeim, og er því riðið hratt þar, sem hægt er.
f Suðurárbotnum er mýbit til baga fyrir menn og skepnur,
bess vegna verður þar stutt viðdvöl, þó hestarnir hefðu þess
iulla þörf. Um hádegisbil stígum við af baki í Víðikeri, aum
°g lerkuð í skrokknum eftir ferðina, krímótt af jóreyknum
°g syfjuð eftir svefnlitlar nætur. Hestarnir verða fegnir að