Eimreiðin - 01.10.1936, Síða 65
EIMliEIÐlN
FRUMBÚSKAPUR OG FRAMLEIÐSLUVERÐ
409
í'onini „frumbóndi“, sem í yðar augum hlýtur að tákna æðstu
^uhkomnun bændastéttarinnar, getur nefnilega ekki tilheyrt
Reinni stétt. Hann lifir í „gagnlegri einangrun“, sem þér
kallið, en sem í raun og veru er ekki annað en einskonar
hagfræðilegt tukthús í veröldinni. Ef hann væri alger frum-
hóndi, „byggi hann alveg að sínu“, hefði ekkert til að selja
°8 Þyrfti ekkert að selja, fyndi ekki til neinnar þarfar á því
að lifa eins og aðrir menn; hann gæti ekki aflað sér bóka,
^kki bygt sér viðunandi húsakynni og gengi sennilega klæddur
1 húðir, þvi að tré og járn þyrfti hann í rokk og vefstól, og
shka hluti gæfi búið ekki af sér. Hann vairi ekki bóndi. Hann
l>æri villimaður. Og þótt lmnn væri nii ekki svona alger frum-
bóndi, þá væri hann efiir þvi meiri villimaður, sem hann væri
'Oeiri frumbóndi og lifði i meiri „gagnlegri einangrun“.
Alveg sama máli gegnir með „viðskifta-bóndann“, þ. e. a. s.
hinn fullkomna viðskifta-bónda. Hann gæti ekki verið til, því
um leið og hann hætti að framleiða nokkuð, sem notað væri
a heimilinu, hætti hann að vera bóndi, hann færðist í aðra
stólt, iðnaðarmannastéttina.
Hin mikla meginvilla yðar er sú, að þér viljið reyria að sanna,
a6 á hinum ýmsú tegundum íslenzks búskapar sé alger eðlis-
'nunur. Þér segið, að „frumbóndinn“ selji „aðeins“ afgang'
nfurða sinna, en viðskifta-bóndinn framleiði aðallega söluaf-
rirðir. Það er nú ekkert einkenni á neinum bónda, að hann
SelJi .,aðeins“ afgang afurðanna. Seldi hann minna, eða ekki
allan afganginn, yrði það sem eftir væri ónýtt, nema hann gæfi
l>að. Seldi hann aftur á móti meira, hlyti hann að hafa stolið
rirismuninum eða rænt. Það er heldur ekkert sérstakt ein-
kenni á „viðskifta-bónda“, að hann framleiði söluvörur, það
8era allir bændur og hafa alt af gert. Það, að bændur hafa nú
riieiri vörur til að selja en þeir hafa oft haft áður, sýnir ekk-
erl annað en það, að búskapurinn er að þroskast úr niður-
l'e9jandi frumbýlingshætti í menningarástand. Bændur eru
fnrnir að finna það, engu síður en aðrar stéttir þjóðfélagsins,
•>6 eigi þeir ag jjfa menningarlífi, þá þurfa þeir að hafa meiri
•>fgang til þess að selja en þeir höfðu á niðurlægingartimum
þjóðarinnar.
Neh hr. H. J„ hið rétta um þessa „skökku stefnu“, sem yður