Eimreiðin - 01.10.1936, Síða 67
EIMHEIÐIN
FRUMBÚSKAPUR OG FRAMLEIÐSLUVERÐ
411
niargvíslega möguleika til að framfleyta lífinu ineð sæmilegum
hætti, að það er með öllu óhugsandi að fá nú nokkurn veru-
ie8an hluta þjóðarinnar til að lifa slíku lífi. Það, að þjóðin
neyddist til að lifa við frumbýlingsháttu á tímabili sögu
S1nnar, stafaði af illri nauðsyn, sem öll þjóðin þjáðist af og
l)ráði heitast af öllu að losna við. Að þeim breytingum hafa
nllir hennar heztu menn unnið fram á þennan dag. Og þessi
brá og þessi breyting er ekkert einstakt fyrir íslendinga. Ef
Þér viljið lita yfir veraldarsöguna, þá munuð þér sjá, að þetta
er saga allra þjóða. Allar eru þær smátt og smátt að þokast
ha frumbýlingsháttum til meira og meira menningarlífs.
hitt er svo annað mál, sem ekki keinur beint við þessari rit-
'ieilu okkar, að menningin hefur líka sina annmarka. En í því
er fólginn þroski þjóðanna að tileinka sér kostina en losna
Vl6 annmarkana. Það verður ekki gert með því að færa alt í
Sem frumstæðast horf, því að þrá mannsandans stefnir upp
íl við en ekki niður.
Eg þykist nú hafa sýnt yður með rökum, að þér eruð á
l'ÍRuin mestu villugötum hvað það snertir, að hægt sé að breyta
óúskaparháttum vor Islendinga í þenna „frumbúskap“, sem
l)er teljið svo æskilegan. En ekki er hitt minni villa hjá yður
að mínum dómi, að eigna þessum „frumbúskap“ þá kosti,
sein þér virðist gera.
Þér segið: „Sjálfseignar-frumbúið er lnð sjálfstæðasta og
•'tierkasta atvinnufyrirtæki, sem til er.“ Röksemdir yðar eru
I) £er, að „frumhóndinn“ geti selt svo ódýrt og notast við þús-
lI11d ára gamlar vinnuaðferðir.
,.Við skulum nú athuga þennan styrkleika dálítið í ljósi
sógunnar. Reynslan er ólygnust.
Þér nefnið Vestur-Skaftafellssýslu, sem þér segið að hafi
Verið eitt hið öruggasta vígi islenzkrar frumbændamenningar.
Xú segið þér að yfir Vestur-Skaftfellingum vofi fjárhagslegur
1 °ði, af því að til þeirra hafi verið lagður vegur fyrir nær eina
II) 1 Ijón króna. Og að það, sem nú krefjist mest opinberra að-
ft>eiðar, sé að „stöðva allar lagningar vega, brúa, síma o. s. frv.“
Þér sýnist líta á Vestur-Skaftfellinga sem eins lconar villi-
lllenn, sem ekki þoli að komast í samband við uinheiminn
Pvi, að þá fari þeirra frumbændaeðli norður og niður. Það