Eimreiðin - 01.10.1936, Page 84
428
GRÓÐUR GYÐINGALANDS
EIM heiðiN
bletti. I barninu frá Gyðingabælinu í Praga virtist skjótlega
hafa tendrast heit ást á náttúrunni. En hún hefði átt að
fleygja þessari euphovbia, sem er ekkert annað en illgresi, og
flétta sér heldur sveiga úr kristsþyrni og hinni gulu tegund
af chrysantemum, — en margt af báðum þessum jurtum sa
ég vaxa þar í brekkunum. Og þó að hún hefði ekki náð sér 1
nema bláa anchusa, hefði það þó verið betur valið.
Smámeyjan varð táknleg að mér fanst. Við Karmel var
fögnuður yfir endursameiningu hins dýrðlega hiblíulands og
Gyðingahverfisins í stórborginni. En í Galuth var hvorki
ceres né flóra, hvorki akur- né blómgyðja, og skararnir af
fólkinu, sem hefur horfið aftur, eru dálítið vandræðalegir 1
þessu landi, þar sem forfeður þeirra hafa haldið laufskála-
hátíðir og uppskerugildi. Er minningin um slíkt fallin 1
gleymsku og dá, eða mun hún kvikna aftur? Munu hin kviku
börn borganna geta fest rætur í mold Palestínu?
Þetta er hin mesta og merkilegasta gáta, sem zionisnim11
á að ráða.
[Ur: Fredrik Böök: „Resa till Jerusalem".]
Einar GuSmundsson þýddi-
Hárin grána.
Þær systur, Herdís og Ólina Andrésdætur, kváðust á.
Herdís kvað:
Grána hár og hrukka brár,
hækkar ára tala.
Ólína botnaði þegar:
Gróa sár og þagna þrár
þrauta- og táradala.