Eimreiðin - 01.10.1936, Side 93
EIMDEIÐIN
437
HHIKALEG ÖRLÖG
fangarnir nú í sífellu upp sár örvæntingaróp, svo úr varð
eitt óslitið og óstjórnlegt ösltur. Þessi vein hinna dauðþyrstu
fanga gengu hinum unga iiðsforingja svo til hjarta, að hann
hi'ópaði hástöfum, svo að heyrast skyldi til hans:
>,Hversvegna gefið þið ekki föngunum að drekka?“
Liðþjálfinn setti upp sakleysissvip og lézt verða hissa. Hann
afsakaði sig með því, að allir þessir menn hefðu verið dæmdir
til dauða og mundu verða skotnir eftir nokkrar klukkustundir.
Santierra liðsforingi stappaði niður fótunum og hrópaði:
»Þeir eru dæmdir til dauða, en ekki til pyntingar. Gefið þeim
andir eins vatn.“
Þetta reiðióp liðsforingjans hafði sín áhrif á hermennina.
Leir þutu upp til handa og fóta; dyravörðurinn greip hvssu
sína og stóð teinréttur.
En þegar búið var að finna vatnsfötur og fylla þær af vatni
Ur brunninum, kom í ljós, að ekki var hægt að koma þeim
lr*n á milli slánna fyrir glugganum; slárnar voru of þétt til
þess. Fangarnir urðu nú alveg óðir, þegar þeir sáu vatnið, og
hófst nú hamslaus bardagi um að komast að glugganum.
Veinin, frá þeim, sem tróðust undir í áflogunum, voru átak-
anleg. En þegar hermennirnir, sem lyft höfðu vatnsfötunum
uþp að slánum að utanverðu, gátu ekki náð til fanganna með
vatnið og létu föturnar siga aftur til jarðar í ráðaleysi, þá
ráku fangarnir upp það örvæntingar- og vonbrigðavein, að lit
yfir tók. Hermennirnir í lýðveldishernum báru ekki dátapela.
En þe gar loks hafði náðst í dálítinn tinbikar og átti að rétta
hann með vatni inn á milli rimlanna, varð svo mikill handa-
gangur, org og ólæti í hinni iðandi kös við gluggann, að San-
tierra liðsforingi kallaði hátt: .,Nei, nei, liðþjálfi, þér verðið
opna dyrnar.“
Liðþjálfinn ypti öxlum og sagðist ekki hafa neina heimild
til að opna dyrnar, jafnvel þó að hann hefði haft lykilinn.
En lykillinn væri auk þess alls ekki í sínum vörzlum, heldur
geymdur hjá virkis-foringjanum. Liðþjálfinn bætti því við,
að það væri óþarfa-umstang með þessa fanga, þar sem þeir
*ttu að deyja um sólsetur, og kvaðst ekki skilja í því, hvers-
Vegna þeir hefðu ekki verið skotnir strax um morguninn.
Santierra liðsforingi gætti þess að snúa baki að glugganum.