Eimreiðin - 01.10.1936, Blaðsíða 103
EIMREIÐIN
HRIKALEG ÖRLÖG 447
^>ær blönduðust í meðvitund hans saman við skelfingar þær,
seni hann hafði orðið að þola um daginn, dauðadóminn,
borstakvalirnar, skothríðina á aftökustaðnum og sársaukann
nf sverðshögginu í hnakkann, þegar honnm fanst sem höfuðið
losnaði frá bolnum — og hann hrópaði án afláts: „Opnið
hurðina! Opnið í guðs nafni!“
Einhver öskraði tryllingslega á móti: „Kom inn! Kom inn!
Þér eigið þetta hús. Þér eigið alt landið. Komið og takið það
—- alt — alt! “
»í guðs almáttugs nafni,“ stundi Gaspar Ruiz.
>»Eigið þið kannske ekki þetta land, þið föðurlandsvinirn-
lr-'“ var aftur æpt fyrir innan. „Eruð þér ekki föðurlands-
vinur?“
Gaspar Ruiz vissi það ekki. „Ég er særður hermaður,“
stundi hann því nær rænulaus.
Nú datt alt í dúnalogn fyrir innan. Gaspar Ruiz gaf upp
ulla von um, að hann fengi inngöngu og lagðist undir skúr-
bakið utan við dyrnar. Honum stóð alveg á sama hvað fyrir
kynni að koma. Öll tilfinning hans hafði safnast í hnakkann.
Sársaukinn þar var voðalegur. Annars var hann dauður. Og
honuni stóð á sama um örlög sín.
f3egar hann svo vaknaði aftur úr dái, var bjartur dagur.
Eurðin, sem hann hafði barið á i næturmyrkrinu, stóð nú
°pin upp á gátt. Ung stúlka sat við hlið hans, með hönd undir
l'inn, og laut ofan að honum. Hann lá á bakinu og starði fram-
an 1 hana. Hún var föl í andliti, og augun voru dökk — mjög
•iökk. Laust hárið var kolsvart eins og íbenholt og skar skýrt
‘h við hvitt andlitið. Varirnar voru þykkar — og rauðar. Að
haki henni sá hann annað andlit, gráhært og ellilegt, horað
undlit, — þetta var gamall maður með spentar greipar undir
höku — 0g horfði fast i gaupnir sér.
Framh.