Eimreiðin - 01.07.1958, Side 17
EIMREIÐIN
149
L'gum mönnum og ekki annað eftir af þeim í manni sjálfum
en væntumþykja og keimur gamalla daga.
— Ja, ekki er staðurinn burðugur, sagði Lárus.
— Mér þótti hann góður, sagði ég — meðan ég var barn.
— Ég var hér í skóla, sagði Lárus.
— Ég man ekki eftir að hafa séð þig, sagði ég.
— Það fór nú ekki andskoti mikið fyrir manni á kreppu-
árunum.
— Hvenær laukstu prófi.
— Nítján hundruð þrjátíu og sjö, sagði Lárus.
Hann var rjóður í framan og vinstra augnalokið hafði sigið.
Andlit hans fékk dálítið strákslegan svip af þessu. Hann hafði
ör á nefinu og það var bláleitt þar sem stríkkaði á húðinni
°fan á beininu. Hann hafði sýnilega nefbrotnað nokkuð illa.
— Sérðu stelpurnar, sagði hann.
— Nei, sagði ég.
— Hvern andskotann ætli þær hafi farið, sagði hann.
— Ég veit það ekki.
— Kannski þær hafi lialdið þær tækju fang, ef þær stæðu
svona á almannafæri.
— Kannski; ungt fólk kvíðir ýmsu, sagði ég, samt vissi ég
sá kvíði var ekki alvarlegur. Hann hafði verið meiri hjá þeim
sem ólust upp í kreppufóstri millistríðsáranna, þegar ekki
var lifað of vel og landið flaut ekki í þeirri mjólk sem fylgir
Vondri heimspólitík.
— Hefurðu selt eitthvað, sagði Lárus.
— Nei, ekkert teljandi, sagði ég.
— Ertu þá ekki með of lítið af sýnishornum.
— Þau eru ekki aðalatriðið.
— Hvað selurðu.
— Snyrtivörur, sagði ég.
Það er snyrtileg atvinna, sagði Lárus.
— Annars kom ég hingað til að ná í flugvélina.
— Og þá er ekki flogið.
— Nei, þá er ekki flogið, sagði ég.
— Skál fyrir því, sagði Lárus.
Ég vissi það mundi ekki verða dimmra yfir torginu og við
ttiundum ekki þurfa að kveikja ljós í herberginu. Það var