Eimreiðin - 01.07.1958, Blaðsíða 110
242
EIMREIÐIN
ar mýktar, að liæfilegt sé hestsfótum. En þá er að ríða Kjal-
veg og aðrar fjallaleiðir. Fyrst þau hafa orðið örlög hests-
ins á tuttugustu öld að víkja úr sessi nauðsynjar yfir í að
verða sport, ættu menn að hefja hann til vegs á því sviði með
því að stefna honum á leiðir, sem eru við hans hæfi, og þar
sem kostir hans standa enn öllum farartækjum framar.
☆
Við þann nýja þátt Kjalvegar í þjóðarsögunni að verða
skemmtiferðaleið, rifjast upp sextíu ára gömul hugmynd Is'
landsvinarins Daníels Brúns, sem vildi gera Kjalveg að leið
fyrir danskt skemmtiferðafólk, er kæmi liingað í sumarleyf-
um. Benti hann á, að þetta fólk gæti farið af millilandaskipi
á Sauðárkróki, haldið síðan ríðandi suður Kjöl og tekið sama
skip til útlanda í Reykjavík. Tíminn sem í þetta færi, næ®1
venjulegu sumarleyfi. Ræðir Daníel Brún þetta ýtarlega 1
leiðarlýsingu sinni, „Eftir Kjalvegi", sem gefin var út í Kaup-
mannahöfn árið 1899 af íslenzka ferðafélaginu. Þótt Daníel
Brún geri sér tíðrætt um ferð úr Skagafirði um Kjöl, bendir
hann réttilega á, að einnig er hægt að fara Kjalveg úr Eyja'
fjarðar- og Húnavatnssýslum.
Daníel Brún lét ekki sitja við hugmynd sína, heldur kom
því í kring, að Kjalvegur var varðaður frá Mælifelli í Skaga-
firði og suður fyrir Kjalhraun. Var þetta gert árið eftir að
Daníel Brún fór síðari ferð sína um Kjalveg, eða 1899. Leið-
ina hafði hann farið tvö árin á undan. Daníel Brún lagði
töluverða áherzlu á það, að upp úr Skagafirði skyldi lagt
stað frá Gilhaga. Mun það liafa verið að undirlagi ýmissa
kunnugra manna í héraðinu, þeina á meðal séra Jóns á Msel1'
felli. Alþingi ákvað svo, veturinn áður en Kjalvegur skyddi
varðaður, að leiðin yrði um Mælifellsdal að Maelifelli. Mul1
þar hafa ráðið mestu, að þar var prestssetur. Mælifellsdalur'
inn hefur alltaf þótt heldur örðugur yfirferðar, grýttur og
gljúpur. Hins vegar er Gilhagaleiðin, sú sem Daníel Bi'ú'1
valdi, hin greiðfærasta, þegar komið er af Gilhagadalnurm
sem ekki er ýkja langur. Er þá farið vestur Litlasand og steft1'
an tekin til suðlægari áttar, þegar kemur að Bugakvísl.