Eimreiðin - 01.07.1958, Blaðsíða 91
Þýzkar bókmenxitir
eftir 1945
- Aðsíæðar o£ einltenni -
(FYRRI HLUTI).
eftir Hermann Höner.
Þegar stríðinu lauk 1945, var Þýzkaland í raun og veru
einn stór rústabingur. Borgirnar voru brotnar, íbúðirnar, verk-
smiðjurnar og iðnaðarverin. Samgöngukerfið og miðlun allra
nauðsynja, svo sem vatns, rafmagns og matvæla, eyðilagt eftir
sprengjukastið. Ríkisstjórn Hitlers, sem fólk í útlöndum og
eninig margt fólk í Þýzkalandi hataði og óttaðist, var úr sög-
unni, en ásamt með henni var einnig allt skipulag ríkis og
sainfélags farið í inola, og hin þjóðlegu þýzku tilveru- eða lífs-
forni virtust sokkin í ginnungagap óskapnaðar.
Það segir sig sjálft, að á þessum árum eftir ósigurinn gat
engin blómgun andlegra og menningarlegra verðmæta átt sér
stað. Hlaut ekki veröld skáldskaparins beinlínis að merjast
snndur undir þessum hræðilegu hörmungum? — Var hugs-
anlegt í þessu miskunnarlausa stríði fyrir brýnustu lífsnauð-
synjum, að þar fyndist rúm fyrir leikvöll skáldlegs hugmynda-
flugs? — Já, mundi skáldinu ekki beinlínis finnast það sjálft
Vera frávillingur aftan úr fortíðinni, til skapraunar öðru fólki?
Þannig gæti þetta litið út. En eftirstríðsaðstæðumar hafa
emnig aðra hlið. Stríðslokin og hrun nazismans þýddi einnig,
að geysilegu andlegu fargi, sem legið hafði á þýzku þjóðinni,
Var af létt. Æskufólkið, sem afturkvæmt átti úr styrjöldinni,
le’^ af andlegu hungri. Hinn sálarlausi máttur og fagnaðar-
^oðskapur valdsins hafði leitt til tortímingar. Voru það ekki