Eimreiðin - 01.07.1958, Side 118
250
EIMREIÐIN
Fremur þótti þessum mönnum daufleg vistin á fjöllum og
\oru víst búnir að fá nóg af útlegðinni, þegar síðasta varðan
stóð fullhlaðin. Þeir hafa ekki verið menn á móti Eyvindi,
enda höfðu þeir enga Hölfu. Það var stórt atriði.
Þótt vasabókarsamningi Daníels Brúns væri með þessu
drengilega fullnægt, þá var það upphaflega meiningin að
taka annað álíka skref og varða Kjalveg alla leið milli byggða.
En eins og vörðurnar sýna, þá varð aldrei af því. Af reykvísku
verkamönnum hef ég engar fregnir fengið, síðan þeir hurfu
af fjöllunum fyrir nær sextíu árum. F.n Magnús Vigfússon
varð síðar dyravörður í stjórnarráðinu í Reykjavík og gengdi
því starfi í mörg ár. Hann var einn þeirra fáu manna, sem
virtist vera jafnvígur á allt og alltaf jafningi þess, sem hann
talaði við.
☆
Reykvísku verkamennirnir komu ekki að Gilhaga nema i
Jretta eina sinn, en Magnús Vigfússon kom nokkrum sinn-
um. Hann sá um alla útvegi og aðdrætti og annaðist póst-
samgöngur við Mælifell. Jón Sigurðsson, vinnumaður í Gil"
Iiaga, sendi Jreim beinakerlingandsur, og fleiri tóku þátt 1
JreiiTÍ Ijóðagerð. Á Þrílækjum hlóðu þeir vörðumenn eina
vörðu, sem átti að vera beinakerling. Þeir týndu öll bein,
sem þeir fundu, og settu í vörðuna. Þá tóku þeir eftir því af
einskærri tilviljun, að sum þeirra voru mannabein. Þeir voru
nýlega byrjaðir starfið, þegar þetta gerðist, og þótti sunnan-
mönnum válegt að búa á norðurheiðum, ef sauðabein væru
Jrar ekki fleiri en mannabein. Við nánari athugun fundu þeir
kurnl í melbarði rétt vestan við veginn, þar sem hann liggur
yfir yzta Þrílækinn. Af munum fundu Jreir ekki nema eina
blýkúlu og rýting. Þau bein, sem Jreir fundu, tíndu þeir sarn-
an og huldu, þar sem þau höfðu sýnilega legið langa tíð-
Hlýtur það að vera kaldur hvílustaður, því melbarðið gnapu
beint móti norðri. Ef til vill bætir það örlítið úr, að haug-
búi virðist hafa verið vel klæddur. Þeir sem við þessu hreyfð"u>
sáu móta fyrir vaðmálsgárum í moldinni. Einar Jóhannesson
var mjög athugull maður, og lieyrði ég hann segja gerst fra
þessum atburðum.