Eimreiðin - 01.07.1958, Blaðsíða 154
286
EIMREIÐIN
leitað styrks hjá Menningarsjóði til bráðabirgða til að greiða
honum laun, en sjóðnum endurgreitt það framlag að inn-
komnu fé fyrir fyrstu bækurnar.
4. Verkefni framkvæmdanefndar yrðu: a) að afla samþykkis
stjórnarvalda fyrir aðild ríkisins að útgáfunni, með þeim hætti
sem gert yrði ráð fyrir í endurskoðuðum tillögum um út-
gáfuna, b) að leita á sama hátt samþykkis annarra aðila, sem
hlut ættu að máli, svo sem Menningarsjóðs og bókafyrirtækj-
anna, c) að leita bréflega staðfestingar allra rithöfunda á því>
að útgáfan skuli eiga forgangsrétt að frumútgáfu á verkum
þeirra, d) að kanna það þegar, hvort þrjú ný skáldverk, sem
stæðust kröfur útgáfunnar og líkleg þættu til að vekja áhuga
fyrir henni í upphafi, yrðu tiltæk fyrir haustið, og e) að gang-
ast fyrir almennum fundi rithöfunda og annarra útgáfuaðila>
þar sem þetta fyrirtæki yrði formlega stofnað og kosnir menn
í fyrsta sinn í útgáfustjórn af hálfu rithöfunda, eftir tillögum
framkvæmdanefndar.
5. Útgáfustjórn og framkvæmdastjóri undirbúningsnefnd-
ar sendi út boðsbréf um útgáfuna, kynni almenningi málið
eins vel og kostur er og láti einskis ófreistað til að afla út-
gáfunni sem mestra vinsælda og almennastrar þátttöku.
VII
Það stuðlar margt að því, að útgáfa sem stofnað væri til á
þennan hátt, ætti að geta náð þeim lágmarksfjölda félags-
manna, sem ráð er fyrir gert. Til glöggvunar má benda a
nokkur atriði, er máli skipta.
Grundvöllur útgáfunnar yrði mjög breiður. a) Hún yfð1
óháð flokkaskiptingu í stjórnmálum, sem kreppt hefur að
ýmsum öðrum hérlendum útgáfufélögum. Hve miklu þetta
skiptir, má fá vísbendingu um af því, að bókaútgáfa Menn-
ingarsjóðs, sem er viðlíka sett að þessu leyti, hefur komlzL
upp í 12.000 kaupendur. b) Rithöfundastéttin í heild stæði að
útgáfunni. c) Helztu útgáfufyrirtæki landsins stæðu að henm-