Eimreiðin - 01.07.1958, Blaðsíða 152
284
EIMREIÐIN
Helgafells, Almenna bókafélagsins, Máls og menningar og ísa-
foldar tækju að sér útgáfu flokksins, hvert á sinni bók, og
hefðu frjálsar hendur um gerð bókanna innan ákveðins ramma.
Ennfremur að þessi fyrirtæki legðu frarn fé í svipinn til að
hrinda útgáfunni af stað með því að greiða kostnað af boðs-
bréfi og auglýsingum og veita henni gjaldfrest, þar til félags-
gjöld hefðu verið innheimt.
6. Þetta yrði alþýðuútgáfa, bækurnar í kápu, sterkri og
vandaðri, í fremur smáu broti. Flokkurinn yrði aðeins seld-
ur áskrifendum í heild. Hann færi ekki í bókabúðir, yrði
ekki settur á bókasöfn fyrsta árið eftir útkomu, og það yrði
skilyrði fyrir töku bókar í flokkinn, að hún kæmi ekki i
öðrum útgáfum fvrr en að ári liðnu frá útgáfudegi.
7. Bækurnar kæmu út í byrjun október.
V
Hagnaði af útgáfunni, er ritlaun, prentunar- bókbands- og
dreifingarkostnaður hefur verið greiddur, en hann er áætlað-
ur 800.000 kr., verði varið sem hér segir:
1. í fyrstu fari 400.000 kr. í varasjóð útgáfunnar, í laun
framkvæmdastjóra og bókmenntalegra ráðunauta og í ófyrit'
séðan kostnað.
2. Þeim tekjuafgangi, 400.000 kr., sem þá væri eftir, yrði
varið árlega til að styrkja þá rithöfunda, sem senda frá sér
beztar bækur utan þessarar útgáfu, og til að stuðla að nt-
breiðslu og kynningu á verkum þeirra.
3. í þessu skyni yrðu keypt 300 eintök af hveiai bók, setn
til yrði valin, og færu þau til allra bókasafna í landinu, þeim
að kostnaðarlausu.
4. Verð hverrar bókar rynni að tveim fimmtu til höfundaii
en að þrem fimmtu til útgefanda.
5. Þetta kæmi ekki til framkvæmda fyrr en sjö mánuðum
eftir útkomu þeirrar bókar, sem í hlut á.