Eimreiðin - 01.07.1958, Blaðsíða 70
202
EIMREIÐIN
2.
Mig dreymir, að ég sé að bisa við að lyfta stórum vatns-
brúsa upp á höfuðið á mér, ætla mér að bera hann þannig
heim. En mér tekst ekki með nokkru móti að koma honuni
lengra en upp á öxlina, og þannig treysti ég mér alls ekki
til að bera hann. Ég set hann niður, púa mæðilega og svip-
ast um eftir hjálp, sé þá standa skammt frá mér mann með
liönk á handleggnum, sé ekki betur en í hönkinni sé einhvers
konar jarðstrengur.
„Heldurðu ekki, að það sé betra að binda brúsaskrattann
á bakið á þér?“ spyr maðurinn góðlátlega, og nú sé ég, að þó
að hann sé í bláum samfesting, er þetta sjálfur símamálaráð-
herrann.
Ég verð orðlaus, og svo heldur hann þá áfram:
„Ég er nú reyndar að leggja nýjan og gildari kapal í Kópa-
voginn, gæti komið sér vel seinna að eiga hönk upp í bakið
á honum Finnboga Rúti, en ég ætla nú samt að gefa mét
tóm til að klippa bút af kapalhönkinni og binda á þig brús-
ann vegna þinna gömlu pólitísku verðleika.“
Auðvitað verð ég glaður yfir þessari velvild og hjálpfýsl>
en er þó engan veginn á að falla frá minni skoðun.
„Þakka þér kærlega fyrir,“ segi ég. „En blessaður lyftu
brúsanum lieldur upp á höfuðið á mér. Ég treysti mest a
það. Það hefur alltaf bjargað mér bezt.“
„Jæja, jæja,“ segir hann. „Hafðu það eins og þú vilt. Það
eru allir frjálsir gerða sinna í þessu landi, en ég held mér þa
að mínu.“ Svo snýr hann við mér baki og fer sína leið með
jarðsímahönkina, sem á að reynast honum haldreipi í baratt-
unni fyrir velferð þjóðarinnar.
Ég skelli í góm, verð hálfargur og þríf til brúsans.
nú get ég lyft honum upp fyrir höfuð, en um leið skvettist
úr honurn niður andlitið á mér . . . Og allt í einu hrekk ég
upp og verð þess nú vísari, að inn um gluggann hrjóta regm
dropar framan í mig, enda hellir vindurinn hlemmiskur a
rúðurnar.
Ég vind mér fram úr rúminu og loka glugganum, klseði
mig síðan í snatri og fer því næst út í dyr. Ég heyri regni
glymja á þakinu og dynja á grasi og steinum, og það fossa1