Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 22
Rætt við Jónas Pálsson
Um starfið í Æfingaskólanum má nefna til gamans að þar var, að mér finnst, sífelld
krafa um að skólinn hefði eina stefnu, eina „lfnu“, eitt og sameiginlegt viðhorf, þannig
að þar færi nánast atkvæðagreiðsla fram um að svona ættu allir að vinna. Einhvern
veginn hafði ég samt aldrei vilja né kraft til að knýja slíka samþykkt í gegn og þaðan af
síður mundi ég hafa dugað til að fylgja henni fram í verki - ég er víst því miður fastur á
hinu ruglingslega persónulega plani.
Mér virðist sem ég hafi alla tíð gert greinarmun á hinu persónulega og hinu
félagslega hvað sem í þeirri staðhæfingu annars felst. I fljótu bragði finnst mér sem
flestar félagsinálahreyfingar síðustu 150-200 árin hafi í raun verið að setja félagslega
„hugmyndafræði" sem undirstöðu mannlegrar tilveru í stað einstaklinga og liins
einkalega lífs. Og ég var ófús að keyra Æfingaskólann inn í eina „hugmyndafræði" eða
„starfslfkan", t.d. að hann væri „opinn skóli“. Hvað var þá að rannsaka ef skólinn var
orðinn einsleitur? Samt finnst mér þetta flest álitamál og margt orka tvímælis.
Hvað sýnist þér um upphaflegt hlutverk Æfingaskólans?
Af augljósum ástæðum er ég ekki rétti maðurinn til að kveða upp dóma í því efni.
Tilfinning mín er samt sú að staða skólans sé enn mjög erfið þrátt fyrir að lögin frá
1988 um Kennaraháskólann styrki formlega stöðu hans og að við skólann starfi í dag
betur starfsmenntaðir kennarar en sennilega nokkru sinni fyrr. Hið þríþætta hlutverk
skólans á sviði æfingakennslu, tilraunastarfs og sem almennur hverfisskóli, gerir
starfsemi hans og dagleg verk kennara og stjórnenda hans afar erfið - e.t.v. næst aldrei
viðunandi árangur í þróunarstarfi við þessar aðstæður. Sérstaða skólans er í senn styrkur
hans og höfuðveikleiki - hann er eini grunnskólinn sem er alfarið rekinn sem ríkisskóli
en ekki sameiginlega af ríki og sveitarfélagi. Þessa stöðu þarf virkilega að skoða
vandlega.
Kennaraháskóli Islands
Hvers vegna tekurþú stefim á að verða rektor Kennaraháskólans?
Löngun til að bæta æfingakennsluna og styðja tilraunastarf í skólum var áreiðanlega ein
helsta ástæðan. Raunar hafði ég hamrað á því alla tíð að kennarinn væri úrslitaatriði í
öllum umbótum í skólum og sú er enn skoðun mín. Til að stuðla að þessu var mér
Ijóst að endurskipuleggja þurfti m.a. stjórnkerfi Kennaraháskólans, kennsluumsjón og
skráningarkerfi, fjármál og rekstrarstjórn; það er að segja vissar starfslegar undirstöður
skólans og stofnanalegar forsendur hans. Það var t.d. ótækt að nemendur væru að leita
að einkunnunum sfnum út um hvippinn og hvappinn, svo að eitthvað sé nefnt - það
varð að auka stofnanalegt aðhald í skólanum.
Æfingakennslan er samt enn í dag að ég held einn veikasti hlekkurinn í grunnnámi
kennara við KHI ef ég má aftur víkja að því efni. Margt hefur þó breyst til batnaðar
síðustu árin. Visst upplausnar- og millibilsástand hefur ríkt sérstaklega í þessum þætti
kennaranámsins allt frá því kringum 1970 þegar gamla hefðbundna útfærsla æfinga-
kennslunnar hrundi að miklu leyti enda áttu allir að blómstra á persónulegan hátt og
geta lært að kenna á einhvern yfirnáttúrulegan máta án þess að vera sagt teljandi til
verka. Þetta reyndist auðvitað illa þegar á heildina er litið þótt margar gagnlegar
20