Uppeldi og menntun


Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Síða 22

Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Síða 22
Rætt við Jónas Pálsson Um starfið í Æfingaskólanum má nefna til gamans að þar var, að mér finnst, sífelld krafa um að skólinn hefði eina stefnu, eina „lfnu“, eitt og sameiginlegt viðhorf, þannig að þar færi nánast atkvæðagreiðsla fram um að svona ættu allir að vinna. Einhvern veginn hafði ég samt aldrei vilja né kraft til að knýja slíka samþykkt í gegn og þaðan af síður mundi ég hafa dugað til að fylgja henni fram í verki - ég er víst því miður fastur á hinu ruglingslega persónulega plani. Mér virðist sem ég hafi alla tíð gert greinarmun á hinu persónulega og hinu félagslega hvað sem í þeirri staðhæfingu annars felst. I fljótu bragði finnst mér sem flestar félagsinálahreyfingar síðustu 150-200 árin hafi í raun verið að setja félagslega „hugmyndafræði" sem undirstöðu mannlegrar tilveru í stað einstaklinga og liins einkalega lífs. Og ég var ófús að keyra Æfingaskólann inn í eina „hugmyndafræði" eða „starfslfkan", t.d. að hann væri „opinn skóli“. Hvað var þá að rannsaka ef skólinn var orðinn einsleitur? Samt finnst mér þetta flest álitamál og margt orka tvímælis. Hvað sýnist þér um upphaflegt hlutverk Æfingaskólans? Af augljósum ástæðum er ég ekki rétti maðurinn til að kveða upp dóma í því efni. Tilfinning mín er samt sú að staða skólans sé enn mjög erfið þrátt fyrir að lögin frá 1988 um Kennaraháskólann styrki formlega stöðu hans og að við skólann starfi í dag betur starfsmenntaðir kennarar en sennilega nokkru sinni fyrr. Hið þríþætta hlutverk skólans á sviði æfingakennslu, tilraunastarfs og sem almennur hverfisskóli, gerir starfsemi hans og dagleg verk kennara og stjórnenda hans afar erfið - e.t.v. næst aldrei viðunandi árangur í þróunarstarfi við þessar aðstæður. Sérstaða skólans er í senn styrkur hans og höfuðveikleiki - hann er eini grunnskólinn sem er alfarið rekinn sem ríkisskóli en ekki sameiginlega af ríki og sveitarfélagi. Þessa stöðu þarf virkilega að skoða vandlega. Kennaraháskóli Islands Hvers vegna tekurþú stefim á að verða rektor Kennaraháskólans? Löngun til að bæta æfingakennsluna og styðja tilraunastarf í skólum var áreiðanlega ein helsta ástæðan. Raunar hafði ég hamrað á því alla tíð að kennarinn væri úrslitaatriði í öllum umbótum í skólum og sú er enn skoðun mín. Til að stuðla að þessu var mér Ijóst að endurskipuleggja þurfti m.a. stjórnkerfi Kennaraháskólans, kennsluumsjón og skráningarkerfi, fjármál og rekstrarstjórn; það er að segja vissar starfslegar undirstöður skólans og stofnanalegar forsendur hans. Það var t.d. ótækt að nemendur væru að leita að einkunnunum sfnum út um hvippinn og hvappinn, svo að eitthvað sé nefnt - það varð að auka stofnanalegt aðhald í skólanum. Æfingakennslan er samt enn í dag að ég held einn veikasti hlekkurinn í grunnnámi kennara við KHI ef ég má aftur víkja að því efni. Margt hefur þó breyst til batnaðar síðustu árin. Visst upplausnar- og millibilsástand hefur ríkt sérstaklega í þessum þætti kennaranámsins allt frá því kringum 1970 þegar gamla hefðbundna útfærsla æfinga- kennslunnar hrundi að miklu leyti enda áttu allir að blómstra á persónulegan hátt og geta lært að kenna á einhvern yfirnáttúrulegan máta án þess að vera sagt teljandi til verka. Þetta reyndist auðvitað illa þegar á heildina er litið þótt margar gagnlegar 20
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260
Síða 261
Síða 262
Síða 263
Síða 264
Síða 265
Síða 266
Síða 267
Síða 268
Síða 269
Síða 270
Síða 271
Síða 272
Síða 273
Síða 274
Síða 275
Síða 276
Síða 277
Síða 278
Síða 279
Síða 280
Síða 281
Síða 282
Síða 283
Síða 284
Síða 285
Síða 286
Síða 287
Síða 288
Síða 289
Síða 290
Síða 291
Síða 292
Síða 293
Síða 294
Síða 295
Síða 296
Síða 297
Síða 298
Síða 299
Síða 300
Síða 301
Síða 302
Síða 303
Síða 304
Síða 305
Síða 306
Síða 307
Síða 308
Síða 309
Síða 310
Síða 311
Síða 312
Síða 313
Síða 314
Síða 315
Síða 316
Síða 317
Síða 318
Síða 319
Síða 320
Síða 321
Síða 322
Síða 323
Síða 324
Síða 325
Síða 326
Síða 327
Síða 328
Síða 329
Síða 330
Síða 331
Síða 332
Síða 333
Síða 334
Síða 335
Síða 336

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.