Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Side 108
Guðný Guðbjönisdóttir
Námskrá handa framhaldsskólum kom fyrst út árið 1986. Sú staðreynd segir
ýmislegt um þróunarstig skólakerfisins faglega séð. Þá hafði framhaldsskólinn þanist
út í mörg ár án þess að samræmd löggjöf væri til um starfsemina. Námskráin frá árinu
1986 var í raun lítið annað en lýsingar kennara á innihaldi þeirra brauta og námsáfanga
sem í boði voru í liinum ýmsu skólum. Þriðja útgáfa þessarar námskrár kom út árið
1990, lítið breytt og er nú stuðst við hana í framhaldsskólum landsins.
í gildandi námskrá handa framhaldsskólum er, auk brauta- og áfangalýsinga upp á
340 síður, stuttur kafli fremst um nám í framhaldsskólum almennt. Þar er ekki að finna
einn staf um kynferði og skólastarfið, hvorki í tengslum við markmið, inntak né
samskiptin í skólanum eins og gert er í aðalnámskrá grunnskólans. Sama er að segja
um áfangalýsingarnar og brautalýsingarnar, hvergi er tekið á málinu.37 Þó að þetta sé
ekki eini annmarkinn á nefndri námskrá þá er Ijóst að hún samræmist ekki
kvennafræðilegum sjónarmiðum um námskrá í anda kynjajafnréttis.
Auk breytinga á markmiðum, sem ræddar eru hér að framan, væri æskilegt að í
námskránni væri tekið á þeim atriðum sem nefnd eru í áðurnefndri skýrslu um jafna
stöðu kynja í skólum. 1 kafla skýrslunnar um framhaldsskólann38 er mælt með að
námsframboð framhaldsskólans sé aukið verulega þannig að inntak námsins og
námslengd sé í samræmi við áhuga beggja kynja og á það bent að þær starfstengdu
námsbrautir, sem nú er völ á, virðast höfða mun minna til stúlkna en drengja.39 Þá er
t.d. nefnt að sinna þurfi lögboðinni fræðslu um jafnrétti kynjanna og að bjóða þurfi
öllum nemendum upp á nám í „fjölskyldufræðum", þ.e. um stofnun heimilis,
barneignir, uppeldi og samskipti kynjanna, og að fjalla þurfi í framhaldsskólum um
samhæfingu fjölskyldulifs og atvinnuþátttöku fyrir karla og konur. Þá er lögð áhersla á
að kennarar taki framkomu sína og umgengni við bæði kynin til endurskoðunar þannig
að kynjum sé ekki mismunað (dulda námskráin).
Mitt mat er það að ef þau markmið og áhersluatriði, sem nefnd eru varðandi
framhaldsskólann í umræddri skýrslu, kæmust inn í námskrána og í framkvæmd, væri
stigið stórt skref fram á við í jafnréttismálum skólakerfisins. I viðbót vantar útfærslu á
því hvernig kynjamunur og jafnréttismál snúa að kennurum í mismunandi greinum,
því að vissulega er vandinn annar í stærðfræði en í leikfimi, bókmenntum eða
sagnfræði. í því sambandi má benda á að könnun í 50 enskum framhaldsskólum bendir
til að ekki dugi að bjóða upp á nám í fjölskyldufræðum eða heimilisfræði sem
valgrein, því að þá velji konur það eingöngu og hætta sé á að námið fái aðra stöðu
innan skólans en aðrar greinar og að kennsla þeirra nái ekki þeim tilgangi sem ætlast er
til. Svipaðar niðurstöður hafa komið í Ijós varðandi efstu bekki grunnskóla í Noregi.40
Því er eindregið mælt með að slíkt námsframboð verði að hluta til í kjarna fyrir alla
nemendur framhaldsskólans.
3 7 Námskrá handa framhaldsskólum 1990.
3^ Jöfn staða kynja í skólum 1990:29-32.
39 Sjá Kvinnor och mdn i Norden 1988:57-62 og grein eftir Fríðu Pálsdóttur í Konur,
hvaönú 1985.
40 Sjá Geen 1989:139 og Brock-Utne 1982:63.