Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 113
Guðný Guðbjörnsdóttir
ofan, og hlutfall mynda, þar sem konur voru aðalatriði myndar miðað við karla, var
1:3, 1:2,4 og 1:4.
Til að meta hversu nákvæm endurspeglun á veruleikanum kemur fram í þessum
bókum þarf auðvitað að þekkja veruleikann á þeim tíma sem bækurnar ná yfir en það er
erfiðleikum bundið, ekki síst þegar um sagnfræðibækur er að ræða.53 Alla vega er ljóst
að þessar bækur gefa ekki þá mynd að konur séu 50% mannkynsins og framlag þeirra
til þjóðlífsins er ekki gert sýnilegt sem skyldi og alls ekki á uppbyggilegan hátt frá
sjónarhóli kvenna.
í öllum bókunum eru sérstakir kaflar uin konur, sem bendir til að höfundar sjái gildi
þess að bæta efni um konur við umfjöllun bókarinnar almennt. En bæði magn þessa
efnis og hvernig það er framreitt bendir til að höfundar þekki ekki vel til
kvennarannsókna á sviðinu né til markvissra leiða til að tengja efnið annarri umfjöllun
eða að setja það fram þannig að umfjöllunin nái 4. stigi eða ofar.
Hér hefur verið rætt um þrjár kennslubækur í einni námsgrein sem voru valdar
vegna þess að þær þykja með betra námsefni að þessu leyti. Hér hef ég ekki rætt um
bækur af grunnskólastiginu, en fyrirliggjandi athuganir sýna að ástandið er ekki gott
þar.54 Hér hef ég heldur ekki rætt hvaða máli þetta skiptir, hvaða áhrif það hefur á
sjálfsmynd, viðhorf og þroska beggja kynja að kennslubækur hygla körlum og gera
lítið úr konum og þeirra reynslu. Það er efni í aðra grein.55 Með því að koma
kvennarannsóknum meira að í námsbókunum myndi rödd kvenna hljóma frá þeirra
sjónarhóli, þær yrðu jafnvel nafngreindar í stað þess að vera annaðhvort nafnlaus massi
eða einstaka hetja samkvæmt viðmiðum karla. Það ætti að gefa sannari mynd af
veruleikanum og vonandi um leið virðulegri mynd af formæðrum okkar sem ungar
stúlkur og drengir geta verið stolt af. Ljóst þykir að átaks er þörf ef kennslubækur eiga
að samræmast ákvæðum jafnréttislaga.
Niðurlag
I þessari grein hef ég fjallað um menntun og kynferði í kvennafræðilegu ljósi, einkum
markmið, námskrár og greiningu námsefnis. I umfjöllun minni um markmið benti ég á
að fyrir liggur skýr stefnumörkun í skýrslunni Jöfn staða kynja í skólum, sem á sér
stoð í gildandi jafnréttislögum. Þessi stefna birtist að hluta til í grunnskólalögunum en
markmiðsgrein framhaldsskólalaganna tekur ekkert á menntun með tilliti til
kynjajafnréttis. Sama niðurstaða fékkst við mat á námskránum. í Aðalnámskrá
grunnskóla er tekið markvisst á þessum málum en ég bendi á að nokkur atriði eru þó
óskýr. Engin tilraun er gerð til að taka á þessu máli í Námskrá handa Jramhaldsskólum.
Bent var á leiðir til úrbóta þar í samræmi við fyrirliggjandi stefnumörkun.
Námskrá háskólastigsins er ekki síður mikilvæg að þessu leyti en því miður er ekki
rúm fyrir þá umræðu hér. Ég vil þó aðeins nefna tvö lykilatriði sem bæði tengjast
Sjá Tornes 1982 varðandi nánari umfjöllun um þetta atriði.
Sjá t.d. Hellen M. Gunnarsdóttur og Sigríði Björnsdóttur 1983; Kristínu Jónsdóttur
1985 og Hörpu Hreinsdóttur 1992.
Sjá t.d. Peterson og Lach 1990 varðandi umfjöllun um áhrif kynjaslagsíðu bóka á
börn.