Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Side 229
Ólafur Proppé
fræðilegan grundvöll um uppeldi, menntun, nám og kennslu, sem þó afmarkast af
samfélags- og siðferðislegum aðstæðum og opinberri stefnumörkun á hverjum stað og
hverjum tíma.
Kennarafræði endurspeglar eðli kennarastarfsins. Þetta á við urn uppeldis- og
fræðsluhlutverk kennara ásamt öðrum þeim störfum sem þeir vinna í skólum landsins.
Kennarafræði er m.a. umfjöllun um það hvað kennarar ættu að gera, ekki einungis
lýsing á því sem kennarar gera í raun. Kennarafræði fjallar með skipulegum hætti um
lög, reglugerðir og námskrár sem gilda fyrir skólakerfið og um uppeldi og menntun
almennt.
Markmið kennaramenntunar er að mennta einstaklinga sem fagmenn á sviði uppeldis
og menntunar. Þetta þýðir að þeir sem Ijúka slíku námi á fullnægjandi hátt hafi
þekkingu og skilning, leikni og viðhorf sem geri þeim hvort tveggja kleift: að sinna
uppeldi og menntun ólíkra barna og unglinga á árangursríkan hátt og að fjalla um
uppeldi og menntun með röklegum hætti í ræðu og riti. Það er ekki síst markmið með
slíku námi að þeir sem það stunda öðlist jákvætt en þó gagnrýnið viðhorf til kennara-
starfsins. Slíkt viðhorf er forsenda faglegs endurmats og viðleitni til að bæta sig í
starfi.
Miklar kröfur eru gerðar til kennara. Þeir þurfa sem einstaklingar eða sem faghópur
að hafa þá þekkingu og færni til að bera sem gerir þeim kleift að bregðast faglega við
hvaða uppeldis- og menntunarviðfangsefni sem upp kemur. Þar geta almennir kennarar
ekki leyst úr öllum vanda (frekar en t.d. almennir læknar á sínu sviði) en þeir þurfa
hverju sinni að geta bent á faglega leið að lausninni með hag nemandans að leiðarljósi.
í alvarlegum tilvikum eru slíkar lausnir hugsanlega fólgnar í tilvísun til eða samvinnu
við sérkennara eða aðra sérfræðinga.
Aðalsmerki kennara er að hafa barnið eða unglinginn „í brennidepli“. Þeir líta á
hvern nemanda sem einstakling. Þeir reyna að stuðla að frjórri hugsun nemenda,
sjálfstæðum vinnubrögðum þeirra, fjölbreyttri tjáningu og samstarfi þeirra við aðra.
Kennarar beina athygli og aðgerðum að þekkingu nemenda og skilningi þeirra á sjálfum
sér og umhverfinu en ekki síður að leikni þeirra og færni til að takast á við margvísleg
verkefni, að tilfinningum þeirra, viðhorfum og siðgæði.
Kennarar þuifa annars vegar að hafa í huga markmið sem beinast að samfélaginu og
„menningararfinum" og hins vegar markmið sem höfða til nemandans sem einstakl-
ings. Hlutverk þeirra er að skipuleggja skólastarfið þannig að nemendur læri að tengja
viðfangsefnin og sjái tilgang í starfi sem fram fer í skólanum. Kennarar verða að kunna
svo til verka að þeir geti kennt nemendum á ýmsum aldri, áhugasömum nemendum
jafnt sem áhugalausum, og nemendum sem eru ólfkir að námsgetu og þroska.
Kennarafræðileg þekking, færni og viðhorf eru nauðsynleg til að sinna uppeldi og
menntun annarra með faglegum hætti. En fleira kemur til en fræðin ein. Kennarar þurfa
helst að vera í góðu andlegu jafnvægi sem einstaklingar og hafa á valdi sínu fjölbreyti-
lega kunnáttu og leikni í mannlegum boðskiptum, en það er nauðsynlegt vegna
samskipta við nemendur, foreldra þeirra, samkennara og aðra sérfræðinga sem tengjast
skólastarfinu. Ef vel á að fara þurfa þeir að kunna skil á og geta beitt ólíkum
kennsluaðferðum, mismunandi kennslutækni og aðferðum við námsefnisgerð, svo og
margs konar aðferðum við námsmat og endurgjöf til nemenda og annarra sem málið
kann að varða.
227