Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 15

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 15
LOFTUR GUTTORMSSON barna og unglinga 1903-1904, með því að hún tekur að þessu leyti til allrar skóla- kennslu í landinu. Hér ásannast enn að Nýja testamentið er „sú lesbókin, sem lang- almennast er notuð" til lestrarkennslu (Guðmundur Finnbogason 1905:53). Höf- undur nafngreinir jafnframt um 40 önnur rit sem notuð hafi verið umrætt skólaár við lestrarkennslu á fleiri eða færri stöðum. Þetta er afar sundurleitt safn, allt frá Dæmisögum Esóps og Lestrarbók handa alpýðu á íslandi eftir Þórarin Böðvarsson til Sullaveikinnar eftir Jónas Jónassen. Hér fundust sem sé veraldleg rit í bland við liin trúarlegu. Vert er að gefa því gaum að hið trúarlega lesefni, sem var enn fram undir síð- ustu aldamót eina skyldulesefni íslenskra barna, þ.e. barnalærdómsbókin, stendur nokkuð öðru vísi af sér gagnvart umhverfinu en veraldlegt efni. Dæmigert form slíks texta er boðorðið, bænin eða játningin sem vísa til athafna. Texti barna- lærdómsbókarinnar öðlast því merkingu aðallega í ljósi þeirra helgiathafna sem fylgja honum eða þess heildarsamhengis sem hann er hluti af, t.d fermingarinnar (Steinfeld 1986:178-179). Hér við bætist að ýmsir trúarlegir textar sem voru títt hafðir um hönd fram eftir 19. öld, einkum textar til húslestra, voru frekar ætlaðir til þess að vera lesnir upphátt en í hljóði. Þótt algengast væri að fullorðnir, einkum húsbóndinn, læsu húslestur, var hitt ekki fátítt að unglingar væru fengnir til þess (Björn Jóhannsson 1964:22; Kristleifur Þorsteinsson 1944:34; Olína Jónasdóttir 1946:24; Theódór Friðriksson 1977:64). Þessar aðstæður vildu orka á lestrarlagið, hvernig textinn var sagður fram. Raddblær lesandans átti að bera þess vitni að textinn kæmi „frá hjartanu" (Steinfeld 1986:179). Skýrsla Guðmundar Finnbogasonar vitnar skemmtilega um áhrif þessara aðstæðna; segir hér að víða tíðkist „hið alþekta húslestrarlag, þessi sönglandi 'and- aktartónn' ... einkum þar sem Nýjatestamentið er notað til lestrarkenslu" (Guð- mundur Finnbogason 1905:53). En tilgangur lestrarkennslunnar, segir Guðmund- ur, er ekki að „menn læri að söngla hugsunarlaust og 'reiprennandi'..." heldur sá að menn skilji efnið um leið og þeir lesi það. Reynsla sín sé líka sú að húslestrarblærinn hverfi að nokkru þegar börnum sé fengin í hendur einhver önnur bók en Nýja testamentið, með t.d. sögum eða kvæðum. Sú staðreynd, að hinn trúarlegi texti var einatt lesinn upp, skýrir að nokkru ley ti hvers vegna honum var haldið svo fast og lengi að börnum til lestrariðkana. I sam- tímaheimild sem áður er vitnað til segir að „heimafólk, sem sjálft hefur litlar tóm- stundir til lestrar, vill gjarnan heyra n.t. [Nýja testamentið] lesið, til að rifja það upp fyrir sér" („Br. J." 1892:41). I heimi húslestrarins var skeytt lítt um það hvers konar lesefni hentaði skilningi og áhuga barnsins (Sigurður Jónsson 1899:42-44). LESTRARBÆKUR KOMA TIL SÖGUNNAR Það er gömul saga að breytingar á námskrá og námsefni barnaskóla sigla gjarnan í kjölfar þess sem á undan er gengið á efri skólastigum. Þetta ásannast hvort sem litið er til Danmerkur eða Islands. Fyrir áhrif upplýsingarinnar var árið 1774 í lög tekið í 13
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.