Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 18
FRÁ KRISTINSDÓMSLESTRI TIL MÓÐURMÁLS
LESBÓKIN - LYKILL AÐ ÞJÓÐARSÁLINNI
Áhugamenn um alþýðufræðslu höfðu lengi með litlum árangri kallað eftir „barna-
vini" íslenskum börnum til fróðleiks og uppbyggingar (Loftur Guttormsson
1990:173). Upplýsingaröld hafði fært þeim í hendur Kvöldvökurnar 1794 og Sumar-
gjöf handa börnum (1796), með sínum dæmigerðu siðferðilegu áherslum (Helga G.
Gunnarsdóttir 1990:227-228; Loftur Guttormsson 1983:201-202). Af náskyldum
toga voru ]ólagjöf{1839) og Nýársgjöf (1841) sem Jóhann Halldórsson sá um útgáfu á;
en hvorttveggja var að bækur Jóhanns geymdu aðallega frásagnir af erlendum toga,
meira og minna staðfærðar (Silja Aðalsteinsdóttir 1981:49-53), og þær fólu aðeins í
sér tilboð sem engin skylda bauð börnum að notfæra sér.10 Kringum 1870 sat enn við
það að barnalærdómsbókin var eina skyldulesefni barna. Það er táknrænt fyrir
þessar aðstæður að Benedikt Gröndal sá það helst til úrbóta að smeygja veraldlegri
fræðslu inn í barnalærdómsbókina þannig að hún innihéldi, auk guðlegra fræða,
„en [= hinj allrahelztu atriði almennrar menntunar ..." (Benedikt Gröndal 1870:58).
Sú varð þó ekki lausnin; en kröfu Benedikts var svarað skömmu síðar í annarri
mynd með því að árið 1874 kom út Lestrarbók handa alpýðu á íslandi eftir sr. Þórarin
Böðvarsson í Görðum. Tildrögum að samingu hennar lýsir höfundur svo í formála
(Þórarinn Böðvarsson 1874:111):
... jeg varð þess áskynja, að allir þeir almúgamenn á Islandi, er kunnu danska
tungu og höfðu lesið „P. Hjorts Danske Börneven" höfðu miklar mætur á þeirri
bók; fóru nokkrir þess á leit við mig, að ég sneri henni á íslenzku.
Höfundur kveðst þó ekki hafa viljað láta sitja við einskæra þýðingu á dönsku
bókinni
... með því tnargt íhenni er einkennilegt fyrir Dani og getur ekki átt við hjá oss. Að
hinu leytinu varð ég að álíta það mjög æskilegt, að almúgamenn á íslandi hefðu líka
bók, þar sem ágrip væriafalmennum fræðum,og það pvífremursem hjer cr skortur
á slíkum bókum, og engir alþýðuskólar, en íslendingar að hinu leytinu flestum
þjóðum leiknari íað kenna sjer sjálfir.
Af þessum sökum tók sr. Þórarinn það ráð að staðfæra þýðinguna og endursemja
heilu kaflana; hann hélt efnisskipan fyrirmyndarinnar í megindráttum, breytti ein-
stökum efnisþáttum mismikið, sleppti sumum en jók öðrum við. Aðalkaflar eru
fimm, hver með nokkrum undirköflum. Hinn fyrsti geymir bókmenntaefni, bæði
skáldskap, dæmisögur og ævintýri, sem og uppbyggilegar frásögur. Annar kafli
fjallar um landafræði og náttúrufræði, hinn þriðji birtir lýsingu jarðar og rekur
þætti úr mannkynssögu, sá fjórði fjallar um Island, landafræði þess, sögu og þjóð-
félagsskipan. Sá fimmti og síðasti fjallar um líkamlega heilbrigði, kristna trú og
kirkju. I heild telur bókin 423 þéttprentaðar blaðsíður með mörgum teikningum og
uppdráttum. Að efni og gerð speglar hún ósvikið upplýsingarmarkmið, þ.e. „safna
á einn stað hinu helzta er þykir hæfa að vita" (Þórarinn Böðvarsson 1874:111).
1(1 í þessum flokki mætti nefna til viðbótar Smásögur sem Pétur Pétursson biskup safnaði og þýddi (Rv. 1859) og
Nýja sumargjöf sem Páll Sveinsson gaf út í Kaupmannahöfn á árunum 1859-1865 (fjórir árgangar).
16