Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 48

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 48
SKILNINGUR BARNA Á ÞJÓÐFÉLAGSSKIPAN Stéttaskilningur var mældur með opnum og lokuðum spurningum. í opnu spurningunum var gefið stig ef svarið þótti eðlilegt svar frá fullorðinni manneskju. Þannig fékkst ekkert stig fyrir að segja að starf væri vel borgað af því að: „þetta er erfitt starf" eða „hann er með tölvu á borðinu hjá sér". Hins vegar var gefið stig fyrir svör eins og „Hann fær nógu mikið borgað til að geta keypt þetta hús" eða „Hann er í vel launuðu starfi". I lokuðu spurningunum var gefið stig ef svarið var í samræmi við svör háskólanemanna. Það gaf stig að velja bíl og húsnæði í raunhæfum verðflokki fyrir hverja starfsgrein. Einnig gaf það stig að leggja rauhæft mat á hvort fólk í viðkomandi starfsgrein væri ríkt eða fátækt. Samtals gátu börn fengið frá engu og upp í 36 stig fyrir stéttaskilning. Þekking á atvinnumálum var metin á sama hátt og stéttaskilningur. Hver lokuð spurning gat gefið eitt stig. Svör við opnum spurningum voru metin í samræmi við þekkingarinnihald. Til dæmis gaf spurning um af hverju fólk þyrfti að vinna eitt stig ef svarað var að fólk þyrfti að vinna „til að fá peninga" en ekkert stig ef svarað var „til að gera eitthvað". Hámarksstigafjöldi í þessum hluta var 18 stig. NIÐURSTÖÐUR Skilningur íslenskra barna á þjóðfélagsskipan er svipaður og erlendra barna. Sex ára börn hafa náð nokkrum skilningi á þjóðfélagsskipan og tengist hann einföldu gildismati. Þau gera sér grein fyrir því að stórt einbýlishús er eftirsóknarverðast og síðan nýtt parhús af þeim húsum sem þeim voru sýnd. Svipað gildir um bíla. Þau vita að Skódi og Lada eru síst eftirsóknarverðir. Þegar talið berst að atvinnustéttum er munur á aldurshópum ekki eins skýr. Til dæmis telur um helmingur allra barna að fiskverkamaður geti unnið sem læknir. En þegar talið berst að peningum kemur fram skýr aldursmunur. Þá trúa nokkrir þeirra yngstu því að allir fái jafnmikla pen- inga fyrir að vinna og jafnvel að allir séu ríkir. Svör yngstu barnanna einkennast af því að þau vita ekki hvað skal hafa til marks um það sem spurt er um. Til dæmis segja þau að maður sé ríkur af því hann brosir, eða að verkamaður búi í einbýlishúsi af því hann langi til þess. En eftir að tíu ára aldri er náð hafa börnin nokkuð góða hugmynd um hvað skal miða við. Þau hafa raunhæfar hugmyndir um hlut peninga í daglegu lífi og hvað má hafa til marks um gnótt eða skort á peningum. Þau eru einnig þokkalega leikin í að meta líklegar tekjur starfsgreina og á grundvelli þess að meta líklegar eignir. Þegar svörin eru skoðuð í heild kemur fram greinileg stígandi eftir aldri í þekk- ingu barna á starfsstéttum. Munurinn er augljós á milli barna í fyrsta og þriðja bekk, barna í fyrsta og fimmta bekk og barna í öðrum og fimmta bekk. Dæmigert svar barns í fyrsta bekk við spurningunni: „Er það vel borgað starf?", var „Já, þeir vinna vel". Börn í þriðja bekk svöruðu spurningunni: „Er hann ríkur?" „Já, hann fær góð laun í vinnunni". Börn í fimmta bekk sýndu örlítið meiri þekkingu í sínum svörum því þau svara sömu spurningu svona: „Nei, ekki mikið menntað fólk í þessu starfi svona yfirleitt". Börn í þriðja bekk virðast standa nær fimmtubekkingum í stétta- skilningi en börnum í fyrsta og öðrum bekk. í Töflu 1 er sýnt meðaltal og miðgildi 46
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.