Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Qupperneq 49
FRIÐRIK H. JÓNSSON, ANNA HULD ÓSKARSDÓTTIR, HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR
hvers bekkjar fyrir almenna þekkingu, stéttaskilning og almenna þekkingu á
atvinnumálum.
Tafla 1
'Meðaltal (X) og miðgildi (M) fyrir almenna þekkingu, stéttaskilning
og almenna þekkingu hvers bekkjar
Almenn þekking Stéttaskilningur Atvinnumál
Aldur X M X M X M
1.bekkur 3,8 4,0 10,4 10,5 7,1 7,0
2. bekkur 4,4 4,0 12,7 13,0 8,2 8,0
3. bekkur 5,1 5,0 15,5 15,0 9,9 10,0
5. bekkur 6,9 7,0 17,6 18,0 11,9 12,0
Heild 5,1 5,0 14,1 14,0 9,3 9,0
Eins og sjá má er stígandi hækkun í stigafjölda með auknum aldri. Hver aldurs-
hópur stendur sig betur en sá næsti á undan. Einnig sést að heildarmeðaltöl og
miðgildi eru alltaf næst útkomu barna í þriðja bekk. Einhliða dreifigreining (Anova)
staðfestir að munur er á stéttaskilningi eftir aldri (F(3, 68)=14,93, p<0,001) og
Scheffé-próf sýnir að munur er á skilningi hjá fyrsta og þriðja bekk, fyrsta og fimmta
bekk og öðrum og fimmta bekk.
Einnig kom fram munur á aldursflokkum hvað varðar þekkingu á atvinnumál-
um, (F(3, 68)=19,77, p<0,001) og almenna þekkingu, (F(3, 68)=16,06, p<0,001).
Scheffé-próf sýndi að varðandi þekkingu á atvinnumálum er munur á skilningi
barna í fyrsta og þriðja bekk, fyrsta og fimmta bekk og öðrum og fimmta bekk. Og
varðandi almenna þekkingu á milli barna í fyrsta og fimmta bekk, öðrum og fimmta
bekk og þriðja og fimmta bekk. Scheffé-prófin sýna að mestur munur er á milli
fyrsta og annars bekkjar annars vegar og fyrsta og fimmta bekkjar hins vegar.
Meginniðurstaða, sem má lesa úr Töflu 1, er að aukningin á skilningi og þekkingu
er samfelld fremur en stigskipt.
Sterk tengsl voru á milli almennrar þekkingar og skilnings á þjóðfélagsskipan
(r=0,52, p<0,01), milli skilnings á þjóðfélagsskipan og þekkingar á atvinnumálum
(r=0,48, p<0,01) og milli almennrar þekkingar og þekkingar á atvinnumálum
(r=0,58, p<0,01). Til að athuga nánar tengsl almennrar þekkingar við aðra þekkingu
var þátttakendum skipt í þrennt á grundvelli almennrar þekkingar. Þeir sem fengu
einkunnina fjóra eða lægri töldust hafa litla almenna þekkingu, þeir sem fengu
einkunnina fimm eða sex töldust hafa miðlungs þekkingu og þeir sem fengu ein-
kunnina sjö eða hærri töldust hafa mikla þekkingu. Af sjötíu og tveimur börnum
töldust 39% hafa litla þekkingu, 40% töldust hafa miðlungs þekkingu og 21% töld-
47