Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Síða 50

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Síða 50
SKILNINGUR BARNA Á ÞJÓÐFÉLAGSSKIPAN ust hafa mikla þekkingu. í Töflu 2 eru sýnd tengsl almennrar þekkingar við stétta- skilning og þekkingu á atvinnumálum. Einhliða dreifigreining staðfestir að almenn þekking hefur áhrif á stéttaskilning (F(2, 69)=9,38, p<0,001), munurinn reyndist marktækur samkvæmt Scheffé-prófi á milli þeirra sem höfðu litla almenna þekk- ingu og mikla almenna þekkingu og á milli þeirra sem höfðu miðlungs almenna þekkingu og þeirra sem höfðu mikla almenna þekkingu. Tafla 2 Meðaltal (X) og miðgildi (M) stéttaskilnings og þekkingar á atvinnumálum eftir almennri þekkingu Stétta- Þekking á skilningur atv.málum Meðalaldur X M X M N Lítil þekking 7 ára, 6 mán. 12,0 12,0 7,7 8,0 28 Miðlungs þekking 8 ára, 9 mán. 14,3 15,0 9,6 9,0 29 Mikil þekking 10 ára, 3 mán. 17,5 20,0 11,7 12,0 15 Heild 8 ára, 7 mán. 14,1 14,0 9,3 9,0 72 Almenn þekking reyndist einnig hafa áhrif á þekkingu á atvinnumálum, (F(2, 69)=14,33, p<0,001). Samkvæmt Scheffé-prófi var munurinn marktækur á milli allra hópa, þ.e. þeirra sem höfðu litla, miðlungs eða mikla almenna þekkingu. Af þessu er ljóst að almenn þekking tengist sterklega við stéttaskilning og almenna þekkingu á atvinnumálum. Þetta bendir til þess að stéttaskilningur sé hluti af almennri reynslubundinni hugsun. Ekki reyndist vera munur á stéttaskilningi eftir kyni, (t(67)=0,872, p>0,05). Meðaltal drengja var 13,9 með staðalfrávik 4,4 en meðaltal stúlkna var 14,2 með staðalfrávik 4,5. Þessi niðurstaða er í samræmi við erlendar rannsóknir og sýnir að efniviðurinn hafi virkað jafn vel fyrir þátttakendur af báðum kynjum. Aður en rannsóknin hófst var búist við að mismikil virðing væri borin fyrir starfsgreinum. Líklegt þótti að mikil virðing væri borin fyrir lækninum og jafnvel sjómanninum en minni virðing borin fyrir öðrum. Það vakti því nokkra undrun að börnin báru mikla virðingu fyrir öllum starfsstéttunum að atvinnurekanda undan- skildum. Fiskverkamaðurinn var virtur fyrir að „hreinsa fiskinn svo við fáum ekki bakteríur upp í okkur", verkamaðurinn fyrir að „vinna með vatnið, það dýrmætasta sem ég veit", sjómaðurinn „veiðir fiskinn og hann er svo hollur og góður", kennar- inn „kennir börnunum svo foreldrarnir þurfi ekki að gera það", smiðurinn „smíðar níu til tólf hæða blokkir" og læknirinn „læknar sjúkdóma, annars myndi fólk bara deyja". Sérstaða atvinnurekandans skýrist af því að börnin áttu mjög erfitt með að 48 É
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.