Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 50
SKILNINGUR BARNA Á ÞJÓÐFÉLAGSSKIPAN
ust hafa mikla þekkingu. í Töflu 2 eru sýnd tengsl almennrar þekkingar við stétta-
skilning og þekkingu á atvinnumálum. Einhliða dreifigreining staðfestir að almenn
þekking hefur áhrif á stéttaskilning (F(2, 69)=9,38, p<0,001), munurinn reyndist
marktækur samkvæmt Scheffé-prófi á milli þeirra sem höfðu litla almenna þekk-
ingu og mikla almenna þekkingu og á milli þeirra sem höfðu miðlungs almenna
þekkingu og þeirra sem höfðu mikla almenna þekkingu.
Tafla 2
Meðaltal (X) og miðgildi (M) stéttaskilnings og þekkingar á atvinnumálum
eftir almennri þekkingu
Stétta- Þekking á
skilningur atv.málum
Meðalaldur X M X M N
Lítil þekking 7 ára, 6 mán. 12,0 12,0 7,7 8,0 28
Miðlungs þekking 8 ára, 9 mán. 14,3 15,0 9,6 9,0 29
Mikil þekking 10 ára, 3 mán. 17,5 20,0 11,7 12,0 15
Heild 8 ára, 7 mán. 14,1 14,0 9,3 9,0 72
Almenn þekking reyndist einnig hafa áhrif á þekkingu á atvinnumálum, (F(2,
69)=14,33, p<0,001). Samkvæmt Scheffé-prófi var munurinn marktækur á milli allra
hópa, þ.e. þeirra sem höfðu litla, miðlungs eða mikla almenna þekkingu. Af þessu
er ljóst að almenn þekking tengist sterklega við stéttaskilning og almenna þekkingu
á atvinnumálum. Þetta bendir til þess að stéttaskilningur sé hluti af almennri
reynslubundinni hugsun.
Ekki reyndist vera munur á stéttaskilningi eftir kyni, (t(67)=0,872, p>0,05).
Meðaltal drengja var 13,9 með staðalfrávik 4,4 en meðaltal stúlkna var 14,2 með
staðalfrávik 4,5. Þessi niðurstaða er í samræmi við erlendar rannsóknir og sýnir að
efniviðurinn hafi virkað jafn vel fyrir þátttakendur af báðum kynjum.
Aður en rannsóknin hófst var búist við að mismikil virðing væri borin fyrir
starfsgreinum. Líklegt þótti að mikil virðing væri borin fyrir lækninum og jafnvel
sjómanninum en minni virðing borin fyrir öðrum. Það vakti því nokkra undrun að
börnin báru mikla virðingu fyrir öllum starfsstéttunum að atvinnurekanda undan-
skildum. Fiskverkamaðurinn var virtur fyrir að „hreinsa fiskinn svo við fáum ekki
bakteríur upp í okkur", verkamaðurinn fyrir að „vinna með vatnið, það dýrmætasta
sem ég veit", sjómaðurinn „veiðir fiskinn og hann er svo hollur og góður", kennar-
inn „kennir börnunum svo foreldrarnir þurfi ekki að gera það", smiðurinn „smíðar
níu til tólf hæða blokkir" og læknirinn „læknar sjúkdóma, annars myndi fólk bara
deyja". Sérstaða atvinnurekandans skýrist af því að börnin áttu mjög erfitt með að
48
É