Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 63
GERÐUR G. ÓSKARSDÓTTIR
ar eru 0,2 undir meðaltali. Dreifing innan þeirra hópa sem nemendum var skipt í
eftir búsetu og menntun feðra er meiri en dreifing á milli hópanna, þ.e.a.s. hóparnir
eru ekki svo ólíkir.
Tengsl námsferils, búsetu og menntunar föður við viðhorf til skóla
Viðhorf til skóla voru flokkuð í þrennt: 1) líkar mjög vel, 2) líkar vel, 3) líkar hvorki
vel né illa eða illa. Af þeim sem svöruðu könnuninni sögðu 24% að þeim hefði líkað
mjög vel í skóla, 43% hafði líkað vel og 32% hafði hvorki líkað vel né illa eða illa
(19%+13%).
Einhliða tengsl
Marghliða dreifigreining á viðhorfum til skóla sýndi einhliða tengsl þegar hópur-
inn var flokkaður eftir námsferli. Jákvæðastir voru þeir sem lokið höfðu einhverju
námi. Ekki kom fram marktækur munur þegar flokkað var eftir búsetu eða mennt-
un föður.2
Samverkandi tengsl
Samverkandi tengsl námsferils og menntunar föður við viðhorf voru marktæk. Já-
kvæðust gagnvart skólanum voru börn feðra með bóknám eða háskólamenntun
sem voru enn í námi eða höfðu byrjað aftur og börn feðra án sérmenntunar sem
luku námi af stuttri braut. Neikvæðust voru börn feðra án sérmenntunar sem hættu
í skóla við lok grunnskóla. Ekki kom fram önnur tvíhliða víxlverkun. Samverkandi
tengsl námsferils, menntunar föður og búsetu við viðhorf til skóla voru heldur ekki
fyrir hendi.
Frávik frá lieildarmeðaltali viðhorfa
Frávik frá heildarmeðaltali viðhorfa til skóla voru mest í þeim hópi sem stundaði
ekkert nám eftir grunnskóla eða 0,33 undir meðaltali. Nánast engin frávik komu
fram þegar nemendur voru flokkaðir eftir búsetu eða menntun föður.
UMRÆÐA
Þegar leitað hefur verið skýringa á brottfalli nemenda úr skóla hefur meðal annars
verið horft til stéttarstöðu, búsetu og viðhorfa nemenda. Hér voru fyrirliggjandi
upplýsingar um menntun föður notaðar til þess að nálgast vitneskju um stéttar-
stöðu nemenda eins og að framan greinir. Onnur gögn og annars konar aðferðir
hefðu að sjálfsögðu veitt önnur svör.
Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvernig skuli skilgreina hvaða nemendur í þessum
hópi sem hér um ræðir teljist til brottfallsnemenda. Hópnum var skipt í fjóra flokka
eftir skólagöngu eins og fyrr segir. Sá fyrsti hóf ekki nám í framhaldsskóla. Hluti af
honum féll brott úr grunnskóla fyrir lok 9. (nú 10.) bekkjar. Þeir nemendur eru að
2 Kí-kvaðrat grcining leiddi til sömu niðurstöðu.
61