Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 63

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 63
GERÐUR G. ÓSKARSDÓTTIR ar eru 0,2 undir meðaltali. Dreifing innan þeirra hópa sem nemendum var skipt í eftir búsetu og menntun feðra er meiri en dreifing á milli hópanna, þ.e.a.s. hóparnir eru ekki svo ólíkir. Tengsl námsferils, búsetu og menntunar föður við viðhorf til skóla Viðhorf til skóla voru flokkuð í þrennt: 1) líkar mjög vel, 2) líkar vel, 3) líkar hvorki vel né illa eða illa. Af þeim sem svöruðu könnuninni sögðu 24% að þeim hefði líkað mjög vel í skóla, 43% hafði líkað vel og 32% hafði hvorki líkað vel né illa eða illa (19%+13%). Einhliða tengsl Marghliða dreifigreining á viðhorfum til skóla sýndi einhliða tengsl þegar hópur- inn var flokkaður eftir námsferli. Jákvæðastir voru þeir sem lokið höfðu einhverju námi. Ekki kom fram marktækur munur þegar flokkað var eftir búsetu eða mennt- un föður.2 Samverkandi tengsl Samverkandi tengsl námsferils og menntunar föður við viðhorf voru marktæk. Já- kvæðust gagnvart skólanum voru börn feðra með bóknám eða háskólamenntun sem voru enn í námi eða höfðu byrjað aftur og börn feðra án sérmenntunar sem luku námi af stuttri braut. Neikvæðust voru börn feðra án sérmenntunar sem hættu í skóla við lok grunnskóla. Ekki kom fram önnur tvíhliða víxlverkun. Samverkandi tengsl námsferils, menntunar föður og búsetu við viðhorf til skóla voru heldur ekki fyrir hendi. Frávik frá lieildarmeðaltali viðhorfa Frávik frá heildarmeðaltali viðhorfa til skóla voru mest í þeim hópi sem stundaði ekkert nám eftir grunnskóla eða 0,33 undir meðaltali. Nánast engin frávik komu fram þegar nemendur voru flokkaðir eftir búsetu eða menntun föður. UMRÆÐA Þegar leitað hefur verið skýringa á brottfalli nemenda úr skóla hefur meðal annars verið horft til stéttarstöðu, búsetu og viðhorfa nemenda. Hér voru fyrirliggjandi upplýsingar um menntun föður notaðar til þess að nálgast vitneskju um stéttar- stöðu nemenda eins og að framan greinir. Onnur gögn og annars konar aðferðir hefðu að sjálfsögðu veitt önnur svör. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvernig skuli skilgreina hvaða nemendur í þessum hópi sem hér um ræðir teljist til brottfallsnemenda. Hópnum var skipt í fjóra flokka eftir skólagöngu eins og fyrr segir. Sá fyrsti hóf ekki nám í framhaldsskóla. Hluti af honum féll brott úr grunnskóla fyrir lok 9. (nú 10.) bekkjar. Þeir nemendur eru að 2 Kí-kvaðrat grcining leiddi til sömu niðurstöðu. 61
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.