Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 74
SKRÓP NEMENDA i FRAMHALDSSKÓLUM
lífsstíl þeirra og líðan. Með því var leitast við að varpa ljósi á skróp íslenskra fram-
haldsskólanemenda og þætti í lífi þeirra sem tengjast skrópi.
AÐFERÐ
Rannsóknin er tvíþætt. Annars vegar voru athugaðar skráðar fjarvistir allra nem-
enda í Verzlunarskóla íslands og einkunnir þeirra og hins vegar var spurningalisti
lagður fyrir flesta nemendur Flensborgarskólans í Hafnarfirði og Menntaskólans í
Kópavogi, þar sem m.a. var spurt um skróp þeirra.
Verzlunarskóli íslands
Úrtak: Allir nemendur í dagskóla Verzlunarskóla Islands, sem tóku jólapróf í
lok haustannar 1992 og voru ekki utanskóla þá önn, voru í úrtaki í þessum þætti
rannsóknarinnar. Fjöldi þeirra var 906. Nemendum var ekki skipt eftir kyni. Verzl-
unarskólinn var valinn vegna þess að þar eru einkunnir nemenda og fjarvistir í
einni gagnaskrá og því er auðvelt að athuga tengsl þeirra.
Breytur: I fyrsta lagi var meðaleinkunn nemenda á jólaprófum athuguð, en hún
var höfð sem mat á námsárangri. I öðru lagi var athugað hve oft nemendur
skrópuðu á önninni, fjöldi tilkynntra fjarvista var athugaður, fjöldi skipta sem nem-
endur komu of seint og hve oft nemendur voru veikir. I þriðja lagi var athuguð
einkunn nemenda fyrir mætingu og henni skipt eftir bekkjum. Hún byggist á því
hve oft nemendur skrópa, koma of seint, tilkynna fjarvist og eru veikir. Ein-
kunnagjöf er á bilinu 1-10, þar sem einkunnin 10 er 98-100% skólasókn, einkunnin
1 er 70-72,9% skólasókn og aðrar einkunnir eru þar á milli. Einkunnin 0, þ.e. minni
skólasókn en 70%, leiðir til brottreksturs nemenda.
Líta má á fylgni námsárangurs og skróps nemenda Verzlunarskólans sem
óbeint mat á réttmæti sömu tengsla í spurningakönnuninni í Flensborgarskólanum
og Menntaskólanum í Kópavogi. Neikvæð fylgni reyndist milli námsárangurs og
skróps bæði í Verzlunarskólanum og hinum skólunum tveimur, þannig að auknu
skrópi tengdist lakari námsárangur. Með öðrum orðum: Svipaðar niðurstöður fást
þótt beitt sé ólíkum rannsóknaraðferðum. Þetta bendir til þess að niðurstöðurnar
fyrir Flensborgarskólann og Menntaskólann í Kópavogi séu réttmætar. Þá er til-
gangur athugunarinnar á nemendum í Verzlunarskólanum sá að fá heillegt dæmi
um umfang skróps og annarra fjarvista í einum framhaldsskóla á höfuðborgar-
svæðinu.
Flensborgarskólinn í Hafnarfirði og Menntaskólinn í Kópavogi
Úrtak: Veturinn 1990-1991 var spurningalisti lagður fyrir 404 nemendur Flens-
borgarskólans í Hafnarfirði og 264 nemendur Menntaskólans í Kópavogi. Könnun-
in náði til allra nemenda sem til náðist í skólanum þá daga sem hún var gerð. Spurn-
ingalistinn var lagður fyrir í kennslustund bæði fyrir og eftir hádegi. Hann var
einnig lagður fyrir marga nemendur sem voru í skólabyggingunum en voru ekki í
umræddum kennslustundum. Heildarfjöldi nemenda á þessum tíma í báðum skól-
72