Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 96
KARL EÐA KONA - SKIPTIR Þ A Ð MÁL
Mynd 4
Síst mikilvægur þáttur í fari unglingakennara
samkvæmt svörum kennara
Vcrða kennarar varir við pað álit að karlmenn hafi betra lag á unglingum en konur?
Meirihluti kennara svaraði neitandi spurningunni um hvort kennarar hefðu fengið
þau skilaboð í starfi sínu að karlkennarar hefðu betra lag á unglingum en kvenkenn-
arar, þ.e. 86% kvenna (19 konur) og 63% karla (7 karlar). Þessari spurningu svöruðu
13% kvenna játandi (3 konur) og höfðu þær allar fengið þetta álit frá samkennurum
sínum, en ein taldi sig auk þess hafa orðið vara við þetta viðhorf hjá skólayfirvöldum.
Auk þess að hafa fengið skilaboðin frá samkennurum sínum höfðu hinar tvær feng-
ið þau frá öðrum, en aðeins önnur þeirra tiltók frá hverjum og sagðist hafa fengið
þau frá foreldrum nemenda auk þess sem þetta væri almennt viðhorf ípjóðfélaginu.
Þessari spurningu svöruðu 36% karla játandi (4 karlar) og taldi einn sig hafa
fengið skilaboðin frá samkennurum en þrír frá öðrum. Einn segist hafa fengið þau frá
nemendum en tveir þeirra tilgreina ekki nánar hverjir þessir aðrir eru.
Telja kennarar að konur treysti sér síður til að kenna unglingum en karlar? Þegar
kennararnir voru spurðir hvort þeir teldu kvenkennara síður treysta sér í kennslu á
unglingastigi en karlkennara þá svöruðu 38% kvenna og 45% karla henni játandi.
Astæðurnar sem konurnar gáfu voru fordómar, skortur á sjálfstrausti, tortryggni ann-
arra, pekkingarleysi á unglingastiginu og að karlmenn séu öruggari með sig í öllu.
Astæðurnar sem karlarnir gáfu voru að konur vanti líkamlegan styrk, of mikið álag,
hræddar við að geta ekki haldið uppi aga.
Hvaða aldri vilja kennarar helst kenna? Af konum fannst 50% skemmtilegast að
kenna á yngra aldursstigi en 9% karla. Hins vegar fannst 22% kvenna skemmtileg-
ast að kenna á eldra aldursstigi en 72% karla.
Niðurstaðan er þá í stuttu máli sú að kennarar telja að unglingastigskennari
þurfi að vera ákveðinn og sjálfsöruggur en eigi ekki að vera rtkjandi, Ijúfur eða við-
kvæmur. Flestir töldu sig ekki hafa fengið að heyra það álit að karlar hefðu betra lag
94