Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 99

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 99
GUÐRÚN I. GUÐMUNDSDÓTTIR, RAKEL GUÐMUNDSDÓTTIR það sé erfiðara að kenna í unglingadeildinni og eru hræddar við stóru strákana ■ Líkamlegar ástæður ■ Óöryggi ■ Ótti við agavandamál ■ Hræðsla við unglinga. Niðurstaðan er því sú að karlkyns og kvenkyns kennaranemar eru sammála um að kennari á unglingastigi eigi að vera ákveðinn en alls ekki viðkvæmur. Flestir kenn- aranemar töldu sig ekki hafa heyrt að karlar hefðu betra lag á unglingum en konur, en Iíkt og hjá kennurum töldu fleiri piltar en stúlkur sig hafa fengið að heyra slíkt. Meira en helmingur bæði pilta og stúlkna taldi að kvenkyns kennaranemar treystu sér síður en karlkyns kennaranemar til að kenna á unglingastigi í æfingakennslu. KARL EÐA KONA - SKIPTIR ÞAÐ MÁLI? Nemendur telja mikilvægast að kennarinn sé skilningsrtkur og sveigjanlegur. Bendir þetta til þess að nemendur vilji í raun og veru nánari samskipti við kennarann. Samkvæmt kvarða Söndru Bem eru bæði skilningsríkur og sveigjanlegur kvenlegir eiginleikar. Það virðist því vera sem nemendur á unglingastigi meti kvenlega eigin- leika meira í fari kennara síns en þá sem teljast fremur karlmannlegir. Kennarar og kennaranemar eru aftur móti þeirrar skoðunar að ákveðni sé mikilvægasta atriðið í fari kennara á unglingastigi. Er það athyglisvert þegar haft er í huga að á meðan þeir eru e.t.v. uppteknir af því að halda uppi ströngum aga eru nemendur að leita eftir hinum skilningsríka og sveigjanlega kennara. Kennarar og kennaranemar virðast því leggja megináherslu á karlmannlega eiginleika. Kvenkennarar leggja meiri áherslu á það en karlkennarar að kennari þurfi að vera ákveðinn. Þar sem ákveðni getur verið ein leið til að auka sjálfstraust tengist það hugsanlega kynhlutverkum og mismunandi uppeldi kynjanna. Vegna þess hve uppeldi er kynbundið og karlmenn oft aldir upp í því að vera ákveðnir virðast þeir eiga auðveldara með að ganga inn í hlutverk ákveðins kennara en konur. Þegar athugað er hvaða eiginleikar það eru sem hóparnir telja léttvægast að kennarinn búi yfir verður viðkvæmni efst á blaði. Er hún oftast valin af báðum kynjum í öllum hópum nema af kvenkennurum sem telja síður mikilvægt að vera rikjandi. Áhersla hópanna á léttvægi þess að vera viðkvæmur kemur ekki svo mjög á óvart. Of mikil viðkvæmni í fari kennara gæti valdið honum óþægindum þar sem nemendur geta verið óvægnir finni þeir veika bletti á kennara sínum. Áberandi flestir kennaranemar telja viðkvæmni léttvægasta eiginleikann í fari kennara á unglingastigi. Má rekja það til óöryggis hins reynslulausa kennaranema sem bregður ákveðninni fyrir sig í því skyni að hafa fullkomna stjórn á því sem fram fer í skólastofunni. Athyglisvert er þó að mun fleiri stúlkur en piltar eru þeirrar skoðunar að kennari á unglingastigi megi ekki vera viðkvæmur. Þarna víkur um- burðarlyndi kvenna fyrir því óöryggi sem fylgir því að takast á við nýtt starf. Þær breytingar á áherslum og viðmóti kennarans þegar komið er á unglingastig má hugsanlega skýra með því að ákveðin breyting verður á hegðun nemenda á ungl- ingsárunum. Hegðunin samræmist oft ekki lengur því sem fullorönir telja æskilegt og því stangast hagsmunir þessara tveggja hópa gjarnan á (Atkinson 1981:97). 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.