Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 117
ANNA HARÐARDÓTTIR
ROBERT S. C. FAULKNER
SNJÓLAUG SIGURJÓNSDÓTTIR
SAMSTARF ALMENNRA KENNARA
OG TÓNMENNTAKENNARA
Hugleiðing um samstarfsverkefni
í Hafralækjarskóla 1991-1992
Við ætlum að bjóða þér, lesandi góður, í stutta heimsókn í huganum. Ferðinni er
heitið í Hafralækjarskóla í Aðaldal. I skólanum eru 107 nemendur í 1.—10. bekk. Þar
starfa 12 kennarar.
Við skulum ganga inn eftir ganginum og líta inn í nokkrar stofur. I stofu númer
3 er 1. bekkur að læra um líkamann. Nemendur eru í skóm af ýmsu tagi og ýnisum
stærðum og stappa, hoppa, trampa, læðast... Þeir ræða um þau mismunandi hljóð
sem myndast og taktinn sem þeir framkalla.
í stofu 1 sitja nemendur 2. bekkjar í heimakrók og hlusta á tónverk sem Siggi og
Gunna voru að semja um hafið. Nemendur eru einbeittir á svipinn og margir eru
greinilega komnir niður í fjöru í huganum.
I tónlistarstofunni eru nemendur úr 8. bekk að semja tónverk um íslensk nátt-
úrufyrirbrigði, s.s. Heklu, Geysi og jökla. I myndlistarstofu eru bekkjarfélagar
þeirra að mála um leið og þeir hlusta á Heklu eftir Jón Leifs. Nemendur vita ekki
hvað tónverkið heitir, aðeins að þeir eiga að teikna landslagsmynd.
Nú er eðlilegt að þessar spurningar komi upp: Hvort eru þessir nemendur í
líffræði, landafræði, stærðfræði, myndlist eða tónmennt? Því eru nemendur að
njóta tónlistar í tímum hjá almennum bekkjarkennara? Geta almennir kennarar séð
um tónmenntafræðslu að einhverju leyti?
í skýrslunni Urvinnsla úr haustskýrslum grunnskólans 1991-1992 (Guðni
Olgeirsson og Margrét Harðardóttir 1992) kemur meðal annars fram að það er
engin tónmenntakennsla í 20-25% af skólum landsins í fyrstu fimm árgöngunum.
Ein af þeim ástæðum sem oftast er nefnd fyrir þessu er skortur á lærðum tón-
menntakennurum (Samstarfsnefnd tónlistarfræðslunnar 1990 og Alitsgerð og tillögur
um skipan tónlistarfræðslu 1983).
í Aðalnámskrá (1989 bls. 168) kemur aftur á móti fram að það þurfi:
... að vinna ötullega gegn peim misskilningi að tónmennt innan hvers skóla sé ein-
ungis í höndum og d ábyrgð tónmenntakennara (sérgreinakennara) og að aðrir
kennarar geti skotið sér undan dbyrgð á peirri námsgrein.... Misskilningur af pví
tagi... býður peirri hættu heim að sumar námsgreinar slitni úr tengslum við heild-
arstarf ískólanum og einangrist.
Uppcldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 2. árg. 1993
115