Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 121

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 121
ANNA HARÐARDÓTTIR, ROBERT S. C. FAULKNER, SNJÓLAUG SIGURJÓNSDÓTTIR endur túlkuðu hljóðin á leikrænan hátt. Leikmynd hönnuðu nemendur sjálfir með aðstoð myndmenntakennara. Nemendur bjuggu til hús og blokkir, fundu skemmti- lega leikbúninga og loksins var verkið flutt við mikinn fögnuð áhorfenda. V.IÐ SANNFÆRÐUMST ... Að kynna eitt dæmi af viðfangsefnum okkur er varasamt að því leyti að viðfangs- efni og leiðir eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Þau eru ekki bundin við „þema- vinnu" eins og sést á þessu dæmi og eru jafnvel byggð á einstaka hugtökum í móðurmáli, stærðfræði eða hverju sem er. Okkur fiimst að hægt sé að vinna með tónlist í tengslum við flestar námsgreinar grunnskólans. Við teljum að við höfum náð þeim markmiðum sem við settum í upphafi, það er að segja að gera tónmennt að eðlilegum þætti í skólastarfi. Frumkvæði og sköpun- argleði nemenda og kennara hefur aukist og allskonar tónlistariðkun er stunduð í skólastofunum í umsjón almennra kennara. Annað markmiðið sem við settum okkur, þ.e. að kanna á hvern hátt tónlist stuðli að almennum námsárangri nemenda, gafst okkur ekki tími til að vinna. Aftur á móti vöknuðu hjá okkur margar spurningar sem gætu verið grunnur fyrir frekari athuganir. Sem dæmi má nefna að einum kennara fannst að nemendum hans veitt- ist auðveldara en áður að greina atkvæði í lestri. Er samband á milli þess og mikillar söngiðkunar og hrynþjálfunar? Skilningur okkar á mikilvægi og fjölbreyttu gildi tónlistar fyrir þroska einstakl- ingsins jókst ennfremur. Þetta samstarf sýndi okkur að tónlist gerir miklar kröfur til nemandans, vitsmuna-, tilfiiminga- og líkamlega, og er ekki aðeins til afþreyingar frá bóklegu námi (sbr. Gardner 1984 og Swanwick 1988). Ólíklegt er að grunnskólar landsins búi í næstu framtíð við nægilegt framboð af sérmenntuðum tónmenntakennurum til þess að tónmennt verði eðlilegur þáttur í menntun hvers nemanda, burtséð frá því hvort það er æskilegt að sérmenntaðir kennarar beri þá ábyrgð gagnvart yngstu nemendunum. Hlutverk lærðra tón- menntakennara sem fagstjóra og ráðgjafa þyrfti að fá aukna umfjöllun í mennta- stofnunum landsins. En ljóst er að mikið átak er nauðsynlegt ef almennir kennarar eiga að geta sinnt tónmennt að einhverju leyti. Við sannfærðumst aftur á móti um það í gegnum okkar samstarf að hinn almenni kennari á að geta séð um fjölbreytta tónlistariðkun í yngstu bekkjum grunnskólans, svo sem söng, einfalda notkun á hljóðfærum, tón- smíðar og val á hlustunarefni. Það má geta þess að víða í nágrannalöndum okkar er slíkt talið sjálfsagt þó að „fræðileg þekking" sé ekki fyrir hendi (Music for Ages 5-14 1992). Forsendur fyrir því að kemiarar geti unnið á þemran hátt er að þeir hafi fengið nauðsynlegan og hagnýtan undirbúning í keimaranámi eða endurmenntun. Þá er ekki átt við sértæka þekkingu eða færni á tónlistarsviði. Almennir kennarar telja sig ekki þurfa að mála eins og Rubens, þekkja helstu atriði myndlistarsögu eða útskýra fræðileg hugtök eins og þrívídd til þess að þeir séu hæfir til að hjálpa nemendum að 119
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.