Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 123
LÁRA STEFÁNSDÓTTIR
SIGURJÓN MÝRDAL
FJARKENNSLA
UM TÖLVUNET
Upplýsingatækni hefur fleygt frarn undanfarin ár og gætir áhrifa hennar á sífellt
fleiri sviðum mannlífsins. Einn þáttur þessarar þróunar felst í fjarskiptum með
tölvum um net með tiltölulega litlum kostnaði. Tölvunetið spannar heim hlaðinn
upplýsingum og ótrúlegum kostum. Nýjar víddir hafa þannig opnast til þekkingar-
leitar og menntunar sem kennarar um allan heim geta nýtt nemendum og starfs-
grein til framdráttar. Þessi fjarskipti hafa verið kölluð tölvusamskipti.
Eins og oftast þegar ný tækni ryður sér til rúms er kannað hvernig laga megi
nýjungarnar að gömlum háttum og reynslu. Þannig lá t.d. beint við að nýta tölvu-
samskipti til að endurbæta hefðbundið bréfaskólastarf, þar sem samskipti kennara
og nemenda (og nemenda innbyrðis) gátu orðið hraðari og skilvirkari um tölvunet
en með venjulegum póst- eða símasamskiptum. í ljós hefur komið að samskipti með
tölvupósti bæta ekki einungis samskiptamynstur bréfaskólans, heldur auka við
ýmsum möguleikum til þekkingarleitar og upplýsingaöflunar, náms og kennslu.
Hér má nefna umræðu sem þátttakendur geta tekið þátt í óháð því hvar þeir eru
staddir og hvenær tími gefst. Þar má ræða námsefni, senda inn tilkynningar eða
bara spjalla. Stjórna má hverjir hafa aðgang að umræðunni en hún getur verið milli
tveggja einstaklinga eða fleiri. Einnig er hægt að setja upp umræðu sem er opin
öllum á netinu.
Aðgangur að gagnasöfnum um tölvunet breytir einnig möguleikum nemenda.
Þeir geta flett upp í bókasöfnum og upplýsingabönkum um margvísleg efni bæði
innanlands og erlendis. Einn spennandi kostur tölvusamskipta er fólginn í tækifær-
um til að sniðganga hindranir fjarlægða og landamæra. Þannig getur t.a.m. íslensk-
ur kennari átt samstarf við kanadískan starfsfélaga um skipulag námsefnis eða
verkefna, eða íslenskur kennaranemi tekið þátt í evrópsku námskeiði, eða Islend-
ingur sótt gögn í ástralskt bókasafn án mikillar fyrirhafnar.
FJARSKÓLI KENNARAHÁSKÓLA ÍSLANDS
Kennaraháskólinn hefur um árabil þreifað fyrir sér um fjarkennslu, aðallega í
endurmenntun og framhaldsnámi kennara, en einnig í svokölluðu réttindanámi
fyrir leiðbeinendur í grunnskólum. í upphafi árs 1993 hófst ný námsbraut til al-
menns kennaraprófs viö KHÍ. Þar er beitt fjarkennsluháttum og reyndir kostir
tölvusamskipta.
Rætur þessa nýja náms í fjarskóla KHI liggja víða. Þyngst vegur hinn mikli
skortur á starfsmenntuðum kennurum í grunnskólum, einkum í dreifbýli. Breyttar
Uppcldi og mcnntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 2. árg. 1993
121