Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 134

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 134
A ALÞJOÐAVETTVANG KENNSLUSTOFUNNI network-verkefninu kennt í öllum bekkjardeildum 12 ára barna skólans. Fyrir val- inu urðu námseiningarnar um gæludýr, veður, súrt regn og vatn. Haustið 1991 hófst þýðing á námsefni Kids network í Melaskóla. Tveir kennarar tóku kennsluefni námseiningarinnar um súra regnið og þýddu verkefnablöð, hand- bækur nemenda og kennsluleiðbeiningar. Aðrir tveir tóku vatnseininguna sömu tökum. Vinna þessi var styrkt af Vonarsjóði Kennarasambands Islands. A sama tíma var gæludýraeiningin kennd í Æfingaskóla KHI og námsefnið þýtt þar. A haustönn 1992 þýddu tveir kennarar Melaskóla námsefni veðureiningarinnar og kenndu það jafnframt 12 ára nemendum sínum. Veittur var styrkur úr Þróunar- sjóði grunnskóla til starfans. Sú eining var kennd í byrjun árs 1993 í Selásskóla í Reykjavík. Nú í vor, 1993, eru tveir kennarar í Melaskóla og 12 ára nemendur þeirra að ljúka vinnu sinni um súra regnið. Þar með hafa 11 kennarar við Melaskóla kennt einhverja þessara námseininga í bekkjum sínum. Tvær bekkjardeildir 12 ára nem- enda í Æfingaskóla KHI eru einnig að ljúka við eininguna um súra regnið en fyrr í vetur voru 11 ára nemendur þar með sama verkefni. Auk þess hafa 10 ára nem- endur í Melaskóla og Æfingaskóla spreytt sig á gæludýraeiningunni. Samningar hafa tekist milli National Geographic Society og Námsgagnastofn- unar varðandi þýðingu á námsefni Kids network á íslensku og var vinna kennar- anna grunnur að útgáfu Námsgagnastofnunar á efninu. SKIPULAG ÚTGEFANDANS National Geographic Society gefur út fréttablað þar sem meðal annars efnis birtast upplýsingar um hve oft og þá hvenær hver námseining í Kids network er kennd á skólaárinu. Þegar þátttaka hefur verið ákveðin þarf að panta námsgögn þeirrar ein- ingar sem fyrir valinu varð og aðgang að gagnabankanum fyrir tímabilið sem hentaði. Þá berast gjarnan tvær öskjur í pósti. í hinni meiri eru handbækur fyrir nem- endur, kennsluleiðbeiningar, handbók vegna hugbúnaðar, veggkort og ýmsar upp- lýsingar frá útgefandanum. Smærri askjan geymir mælitæki sem oftast fylgja náms- efninu. Endurnýja þarf kaupin á sumum mælitækjum í hvert sinn sem námsefnið er kennt þótt bækurnar og kortin nýtist frá ári til árs. Þegar dregur nær vinnutímabilinu kemur „venjulegt" bréf í pósti með forritinu, dagatali, bréfi frá vísindamanni í viðkomandi grein og síðast en ekki síst tölvuað- gangsorðum hópsins. Ymsar upplýsingar frá útgefanda efnisins og tölvuaðstoðar- fólkinu þar ytra fljóta með. Tölvuaðstoð þeirra gengur undir nafninu „hotline" á enskri tungu. Dagatalið segir nákvæmlega til um hvenær skuli byrja að prófa hugbúnaðinn, hvaða mánaðardag eigi að senda og sækja póst og hvaða póstur það er. Kennslu- leiðbeiningar eru í takt við þetta skýra skipulag. 132
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.