Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Síða 134
A ALÞJOÐAVETTVANG
KENNSLUSTOFUNNI
network-verkefninu kennt í öllum bekkjardeildum 12 ára barna skólans. Fyrir val-
inu urðu námseiningarnar um gæludýr, veður, súrt regn og vatn.
Haustið 1991 hófst þýðing á námsefni Kids network í Melaskóla. Tveir kennarar
tóku kennsluefni námseiningarinnar um súra regnið og þýddu verkefnablöð, hand-
bækur nemenda og kennsluleiðbeiningar. Aðrir tveir tóku vatnseininguna sömu
tökum. Vinna þessi var styrkt af Vonarsjóði Kennarasambands Islands. A sama
tíma var gæludýraeiningin kennd í Æfingaskóla KHI og námsefnið þýtt þar.
A haustönn 1992 þýddu tveir kennarar Melaskóla námsefni veðureiningarinnar
og kenndu það jafnframt 12 ára nemendum sínum. Veittur var styrkur úr Þróunar-
sjóði grunnskóla til starfans. Sú eining var kennd í byrjun árs 1993 í Selásskóla í
Reykjavík.
Nú í vor, 1993, eru tveir kennarar í Melaskóla og 12 ára nemendur þeirra að
ljúka vinnu sinni um súra regnið. Þar með hafa 11 kennarar við Melaskóla kennt
einhverja þessara námseininga í bekkjum sínum. Tvær bekkjardeildir 12 ára nem-
enda í Æfingaskóla KHI eru einnig að ljúka við eininguna um súra regnið en fyrr í
vetur voru 11 ára nemendur þar með sama verkefni. Auk þess hafa 10 ára nem-
endur í Melaskóla og Æfingaskóla spreytt sig á gæludýraeiningunni.
Samningar hafa tekist milli National Geographic Society og Námsgagnastofn-
unar varðandi þýðingu á námsefni Kids network á íslensku og var vinna kennar-
anna grunnur að útgáfu Námsgagnastofnunar á efninu.
SKIPULAG ÚTGEFANDANS
National Geographic Society gefur út fréttablað þar sem meðal annars efnis birtast
upplýsingar um hve oft og þá hvenær hver námseining í Kids network er kennd á
skólaárinu. Þegar þátttaka hefur verið ákveðin þarf að panta námsgögn þeirrar ein-
ingar sem fyrir valinu varð og aðgang að gagnabankanum fyrir tímabilið sem
hentaði.
Þá berast gjarnan tvær öskjur í pósti. í hinni meiri eru handbækur fyrir nem-
endur, kennsluleiðbeiningar, handbók vegna hugbúnaðar, veggkort og ýmsar upp-
lýsingar frá útgefandanum. Smærri askjan geymir mælitæki sem oftast fylgja náms-
efninu. Endurnýja þarf kaupin á sumum mælitækjum í hvert sinn sem námsefnið er
kennt þótt bækurnar og kortin nýtist frá ári til árs.
Þegar dregur nær vinnutímabilinu kemur „venjulegt" bréf í pósti með forritinu,
dagatali, bréfi frá vísindamanni í viðkomandi grein og síðast en ekki síst tölvuað-
gangsorðum hópsins. Ymsar upplýsingar frá útgefanda efnisins og tölvuaðstoðar-
fólkinu þar ytra fljóta með. Tölvuaðstoð þeirra gengur undir nafninu „hotline" á
enskri tungu.
Dagatalið segir nákvæmlega til um hvenær skuli byrja að prófa hugbúnaðinn,
hvaða mánaðardag eigi að senda og sækja póst og hvaða póstur það er. Kennslu-
leiðbeiningar eru í takt við þetta skýra skipulag.
132