Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 147

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 147
HELGI SKÚLI KJARTANSSON SÖGUATLAS Mannkynssaga í máli og myndum Aðalhöfundar Anders Rohr og Tor Áhman; pýðendur Dagný Heiðdal og Súsanna Margrét Gestsdóttir; umsjón Tryggvi Jakobsson og Bogi Indriðason. Reykjavfk: Námsgagnastofnun 1992. 200 bls. (125 s. litprentaðar) með 191 korti, fjölda mynda og rækilegum skrám; brot A4, stífspjöld. Það hefur fylgt nútímanum í bókagerð og bókanotkun að veglega myndskreyttar handbækur af ýmsu tagi hafa rutt sér til rúms, þar á meðal ýmiss konar „atlasar, sem eru þó ekki nema öðrum þræði kortabækur því að þar er fléttað saman texta og margs konar myndefni. Þannig er oft tekið á sögulegu efni. Skemmst er að minnast Islensks söguatlass, sem nú er kominn út í heild í þremur bindum, og erlendis er orðið heilmikið framboð á söguritum í þessu formi, bæði um þjóðarsögu og veraldar- sögu. Slík rit eru, eins og fleiri myndskreyttar handbækur, æði dýr í framleiðslu, en hentug til þýðingar ef unnt er að nota sömu litprentun fyrir útgáfu á ólíkum tungu- málum. I fyrrahaust gaf Námsgagnastofnun út norskan mannkynssöguatlas, ríkulega myndskreyttan og litprentaðan, en þó hóflegan að stærð og viðráðanlegan til skóla- nota. í kápukynningu segir að bókin henti einkum framhaldsskólanemum, en komi að notum á efsta stigi grunnskóla. Þetta er ekki svo að skilja að Söguatlas sé í sjálfu sér mjög þungur fyrir unglingastigið, heldur er þörfin fyrir hann minni þar vegna þess hve vel nemendur eru settir með kort og myndir í kennslubókinni, sem þar er almennt notuð, Samferða um söguna.En það er ekki heppilegt að allt vit komi úr einni bók, jafnvel þótt góð sé, enda fylgja Samferða um söguna verkefni þar sem víða er gert ráð fyrir notkun handbóka eða annarra rita. Þau verkefni voru samin áður en kostur var á mannkynssöguatlas á íslensku, né heldur alfræðiorðabók. Nú held ég það sé álitleg tilraun að láta nemendur, sem læra Samferða um söguna, leita að fyllri upp- lýsingum eða skýringum í beinu framhaldi af kennslubókinni og nota til þess aðal- lega Söguatlas (sem viðráðanlegt er að eiga í allmörgum eintökum), og svo í fram- haldi af honum íslensku aIfræðiorðabókina,c.t.v. ásamt Sögu mannkyns - ritröð AB þar sem hún er til. Auk annars er Söguatlas það mörgum árum yngri en Samferða um söguna að hann dugir - í svipinn - til að brúa að talsverðu leyti atburði þess nýliðna tíma sem hún segir ekki frá. í mannkynssöguáföngum framhaldsskólanna gæti Söguatlas orðið enn meiri lykilbók, jafnvel þannig að hver nemandi notaði hann að staðaldri við hlið kennslu- Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla fslands 2. árg. 1993 145
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.